Fara í efni

MÁLEFNALEGUR, SANNGJARN OG SKYNSAMLEGUR MÁLFLUTNINGUR

Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, var mættur til þeirra Heimis og Gulla í Bítið á Bylgjunni í morgun. Mikið er það frelsandi að heyra aðrar raddir en RÖDD stórútgerðarinnar þegar rætt er um sjávarútvegsmál á Íslandi. (Arnar sagðist reyndar þreyttur á hugtakinu “stórútgerðin” og vill fremur tala um stærstu handhafa veiðiheimilda, þ.e.a. segja stærstu kvótahafana – en það er önnur saga.)

Hvers vegna vinum við fiskinn ekki hér heima, sköpum hér störf og verðmæti í stað þess að flytja hann óunnin úr landi – tugþúsundir tonna? Góð spurning hjá Arnari og svör hans eftir því, hlustið á þetta:

https://www.visir.is/k/fd5ae878-fd0c-4f90-9f97-936f149da754-1600242606863