Greinar Júlí 2020

Fyrir þinglok voru samþykkt á Alþingi lög um landakaup. Margir standa í þeirri trú að þar með sé búið að girða fyrir að erlendir auðkýfingar kaupi upp land á Íslandi eða íslenskir auðmenn safni jörðum á sína hendi. Hvorugt er rétt. Málinu er ekki lokið, það er varla hafið þótt málpípur auðmanna reyni að þyrla upp moldviðri og þá einnig stjórnmálamenn sem gjarnan vilja gefa í skyn að nú séu þeir lausir allra mála. Svo er ekki og má ekki vera.
Þess vegna spyr ég í grein í Fréttablaðinu í dag hvenær næstu skref verði tekin ...
Lesa meira

Veiran er aftur kominn á kreik og miklar spekúlasjónir um hvernig skuli brugðist við. Á að herða aftur á öllum samkomubönnunum, fjarlægðarkröfunum, skimunum og jafnvel ferðabanni? Fréttir herma að Kórónaveiran blossi nú upp í þeim löndum sem ferðamenn til Íslands koma einkum frá. Á að meina þeim að koma til Íslands? Hvernig væri að byrja á því að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.07.20.
Skrif hafa verið í blöðum að undanförnu um að nú ríði á að laða “afburðafólk” utan úr heimi hingað til lands, einn vill leggja íslensku af sem þjóðtungu svo við sköpum slíku fólki engin óþarfa vandræði, annar vill sérstakar skattaívilnanir afburðafólkinu til handa, sem reyndar hefur ratað inn í skattapakka Bjarna fjármálaráðherra “vegna Covid” eins og sumt annað sem nú er brallað í skjóli þeirrar veiru. Ekki vil ég gera lítið úr því hve ...
Lesa meira

... Núna var það Japan. Sendiboðinn heitir bókin og er eftir Yoko Tawada. Þetta er önnur bókin eftir hana sem Angústúra gefur út, hin fyrri nefndist Etýður í snjó. Þar voru ímyndunaraflinu engin takmörk sett og hið sama er uppi á teningnum nú. Sendiboðanum er lýst sem vísindaskáldsögu. Ég veit varla hvað mér fannst meðan á lestrinum stóð. En þótt aðeins vika sé liðin frá því ég las bókina þá ...
Lesa meira

Fyrir þinglok fór fram söguleg atkvæðagreiðsla á Alþingi. Einhvern tímann hefði hún alla vega þótt það. Samþykkt var með stuðningi þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, VG auk Viðreisnar, að ráðast í svokölluð “samvinnuverkefni” í samgöngumálum ... Samvinna af þessu tagi hefur verið kölluð einkaframkvæmd ... Það merkilega er að allir eru stjórnarflokkarnir að svíkja sína umbjóðendur ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04/05.07.20.
... Uppi hafa verið kröfur í þjóðfélaginu um að afgerandi bann yrði sett við eignasöfnun í landi. Svo hefur ekki verið gert og hélt forsætisráðherra því ranglega fram við atkvæðagreiðslu um frumvarpið að nú hefði kalli þjóðarinnar verið svarað. Því fer fjarri! ...
Lesa meira

Þá er Alþingi búið að samþykkja lög frá ríkisstjórninni um samkomulag (“samvinnuverkefni”) hennar fyrir hönd okkar vegfarenda við fjárfesta um heimild þeim til handa að rukka okkur svo þeir geti haft “eðlilegan afrakstur” af fjárfestingum sínum.
Félag íslenskra bifreiðaegenda, FÍB, mótmælti enda þarna valin kostnaðarsöm leið og siðlaus vil ég bæta við; siðlaus í margvíslegum skilningi ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum