Greinar Júní 2020

Olís hefur ákveðið að fjarlægja spilakassa af þjónustustöðvum sínum. Ég tek ofan fyrir OLÍS. Af þessu er manndómsbragur og í þessu felst virðing fyrir fólkinu sem fyllir raðir Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem kallað hefur eftir því að spilakössum og spilasölum verði lokað. Reyndar er það þjóðin öll, eða yfirgnæfandi meirihluti hennar, sem kallar eftir þessu samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Gallup. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn skrifar ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 23.06.20.
... Ekkert dugir minna að mínu mati en afgerandi lagasetning sem afdáttarlaust bannar eignarhald einstaklinga á stórum landsvæðum. Hér þarf löggjafinn að setja framkvæmdavaldi, hvort sem er til ríkis eða sveita, stólinn fyrir dyrnar.
Ég þekki það af eigin reynslu hvernig ...
Lesa meira

Rætt er um samgögufrumvap ríkisstjórnarinnar á Alþingi, iðulega kallað “samvinnufrumvarpið”. Þar er talað fyrir einkavæðingu í samgöngumálum ... Einhvern tímann hefði VG barist af alefli, jafnvel lagst í málþóf, gegn svona áformum og svona málflutningi. Nú boðar flokkurinn einkavæðingu og mærir hana hástöfum ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20.21.06.20.
Þegar þeir Kristján Thorlacius, Einar Ólafsson, Haraldur Steinþórsson og fleiri úr forystusveit BSRB á árum áður stóðu að uppbyggingu orlofsbyggða samtakanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, kölluðu þeir sér til leiðsagnar bestu landslagsarkitekta sem völ var á. Þetta þótti ekki ...
Lesa meira

Eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna. 715. mál sendi ég til Alþingis og kom ég fyrir fáeinum dögum fyrir þingnefndina sem um málið fjallar ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 18.06.20.
Á undanförnum árum hafa verið mikil brögð að því að auðmenn, bæði íslenskir en þó ekki síður erlendir, kaupi upp landareignir hér á landi og eru sumir þeirra komnir með umtalsvert eignarhald á sína hendi, sumir gríðarlegt. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á mörgum leyfi ég mér að fullyrða, þótt ekki hafi mótmæli verið mjög sýnileg. Nýlega afhenti kona úr Hafnarfirði, Jóna Imsland, forsætisráðherra tíu þúsund undirskriftir þar sem ...
Lesa meira

Þar kom að því að þöggun á kröfum um að spilakössum og spilavítum verði lokað er mætt með því að færa ábyrgðina á nöfn og kennitölur þeirra sem stýra þeim samtökum og stofnunum sem hagnast á rekstri þessara vítisvéla sem sett hafa fjölda heimila í rúst og eyðilegt líf þúsunda einstaklinga. Þetta er gert í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Þetta eru fullkomlega eðlileg og réttmæt viðbrögð Samtaka áhugafólks um spilafíkn eftir alla þá ...
Lesa meira

Hinn 15. mars síðastliðinn stóð til að efna til fundar um fiskveiðistjórnunarkerfið í Reykjanesbæ þegar tilmæli bárust frá sóttvarnaryfirvöldum að ekki skyldi efnt til fjölmennra funda vegna veirufaraldursins illræmda. Þá var brugðist við með því að senda út “sjónvarpsþætti” á netinu ... Nú verður gert hlé á þessum útsendingum fram yfir verslunarmannahelgi en þá munum við láta heyra í okkur enda stendur ekki til að þagna ...
Lesa meira

... Þarna sýnir Olís félagslega ábyrgð sem ber að þakka og lofa. Vonandi verður framhald þarna á. Fyrir bragðið verður ánægjulegra að koma inn á sölustaði Olís! ... Þá þarf að horfa til ríkisstjórnar og Alþingis sem bera ábyrgð á ósómanum með því setja ekki lög sem banni spilavíti eða að lágmarki setji lagaramma sem veiti spilafíklum einhverja lágmarksvörn þegar framangreindar hjálparstofnanir og æðsta menntastofnun þjóðarinnar gera atlögu að þeim. Ríkisstjórn og Alþingi hafa til þessa stólað á að þögn ...
Lesa meira

Sveinbjörn Jónsson, sjómaður til áratuga, er gagnrýninn á kvótakerfið, segir það ekki byggt á neinu sem líkja megi við vísindi. Þvert á móti hafi vanbúin vísindi verið notuð til að afvegaleiða okkur. Sveinbjörn á að baki gríðarlega ... Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, hefur hins vegar ekki talað gegn kvótakerfi í fiskveiðum. En ekki ver hann braskið, þvert á móti gagnrýnir hann það harðelga. Rifjar upp að útgerðarmanni voru gegfnar upp skuldir upp á 20 milljarða í bankahruninu. Skömmu síðar hafi sami aðili ...
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum