Greinar Apríl 2020

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um einkavæðingu og gjaldtöku í vasa fjárfesta í samgöngukerfinu. Frumvarpið er borið fram af samgönguráðherra, formanni Framsóknarflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, sem fyrir kosningar lofaði því að hverfa frá áætlunum fyrirrennara sins í embætti sem vildi innleiða tolla og gjöld í samgöngukerfinu. Frumvarp ráðherrans er hins vegar sett fram til að ...
Lesa meira

Fyrir nokkrum dögum vakti ég athygli á Kla Tv, merkilegu framtaki í upplýsingamiðlun. Þá sagði ég m.a. eftirfarandi ... Nú er komið nýtt fréttabréf frá Kla TV og birti ég hér slóðina á það og geri ég það af tveimur ástæðun, annars vegar vegna þess að ég vil vekja athygli á hinu lofsverða framtaki og hins vegar vegna þess að slóðin sem ég gaf við fyrri birtingu (varðandi að hafa samband) var röng. Hún ...
Lesa meira

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir viðrar drauma sína á forsíðu Morgunblaðsins um nýliðna helgi. Draumar sínir séu enn sem komið er ekki orðin stefna ríkisstjórnarinnar, “að svo stöddu” séu þetta hennar skoðanir.
Reynslan kennir að pólitískir draumar þessa ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eru martröð annarra. Við minnumst orkupakkaumræðunnar. Þar sagði ráðherrann það sem ekki mátti segja en var engu að síður ...
Lesa meira

Þessi heimasíða er í bland málgagn og umræðuvettvangur annars vegar og skjalasafn hins vegar. Þessa mynd og frásögn í Stundinni set ég hér með í skjalasafnið og færi öllum lesendum af því tilefni síðbúnar sumarkveðjur.
https://stundin.is/grein/10619/?fbclid=IwAR2eu6Gy87DtwOrNZ1vorQzTkSRPYzN3ZjuTeGeGoV-fujuyHdS1Iss96wg
Lesa meira

Minni á Kvótann heim á sunnudögum klukkan 12 og eftir það aðgengilegt á youtube.
https://kvotannheim.is/
Lesa meira

Ég vek athygli á Kla TV sem er upprunalega þýskumælandi miðill en er nú að finna á fleiri tungumálum og með framlagi víða að þar á meðal Íslandi. Ég er áskrifandi af íslensku fréttsabréfi Kla TV og líkar mottóið sem starfað er samkvæmt: Við fullyrðum ekki að við getum alltaf flutt allan sannleikann en við flytjum ykkur gagnrýnar raddir.” Í samræmi við þetta segir í nýjasta fréttabréfi Klar TV ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26.04.20.
... Það er kominn tími til þess að setja alvarleg spurningarmerki við ýmis áður viðtekin viðhorf til útþenslukerfis kapítalismans. Það hljóta þau alla vega að gera sem segjast hafa áhyggjur af ágengni mannskepnunnar í viðkvæmt lífríki Móður jarðar. Þá er komið að þeirri spurningu sem ég vildi spyrja ...
Lesa meira

Áform Pentagon og NATÓ um hernaðaruppbyggingu á Íslandi voru ekki orðin tóm. Allt á fullri ferð segir Mogginn. Eina hryggðarfréttin er sú að vegna Kóróna veirunnar þurfti að fresta fyrirhugaðri heræfingu NATÓ á Íslandi í sumar. Ekki vegna þess að efasemdir væru uppi á Alþingi, hvað þá í ríkisstjórn, heldur aðeins vegna veikinda og smithættu! Morgunblaðið greinir frá gangsetningu fyrsta verkefnisins í hermanginu, þar sem verktakinn er ...
Lesa meira

Á sunnudag klukkan tólf verður útsending á Kvótann heim að þessu sinni um makríldeilurnar og á hvern hátt þær gefa innsýn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem komið er að fótum fram. Útsending hefst klukkan tólf á slóðinni hér að neðan en síðan verður þátturinn aðgengilegur á youtube eins og fyrri þættir. https://kvotannheim.is/
Lesa meira

Ætli netið hafi nokkurn tímann verið eins fjölbreytt og listrænt og þessa veirufaraldursdaga? Listamenn koma fram, lesa upp, tónlistarfólk syngur og efnir til tónleika. Ég var á slíkum tónleikum í dag, í þriðja skiptið á stuttum tíma, hjá Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel. Judith, sem ólst upp í Kópavoginum, varð fiðluséní nánast á barnsaldri og hefur síðan unnið til tónlistarverðlauna víða um lönd. Júdith hefur...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum