Greinar Mars 2020

Nú þegar allt er að fara á hliðina dúkkar upp eina ferðina enn hin makalausa Samkeppnisstofnun, sú sama og sektaði Bændasamtökin um árið upp á tugi milljóna fyrir að skapa vettvang á landsfundi fyrir bændur að ræða verðlagningu a búvörum. Þetta væri ólöglegt verðsamráð! Þessa vitleysu ...MS er samvinnufyrirtæki íslenskra kúabænda sem framleiða ofan í okkur og börnin okkar mjólkurafurðir. Með samvinnufyrirkomulaginu hefur reynst unnt að halda verðlagi á mjólk og mjólkurafurðum lágu og áttu ...
Lesa meira

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar leiðara hinn 28. mars sem er mjög þess virði að lesa. Þar segir m.a.,: “Í heiminum öllum er að eiga sér stað stórtækasta ríkisvæðing taps hins frjálsa markaðar í mannkynssögunni. Hún er að eiga sér stað vegna ótrúlega sérstakra aðstæðna, en hún er að eiga sér stað engu að síður. Fjármagnseigendurnir gátu á endanum ekki verið án þess að skattgreiðendur grípi þá þegar allt fer á hliðina. Of litlu hefur verið safnað ...
Lesa meira

... Ekki liðu þó mörg ár þar til tíðarandinn setti algert bann við þessari herhvöt. Hún þótti meira að segja það al-hallærislegasta og forpokaðasta sem hugsast gat. Við ættum bara að kaupa það sem væri ódýrast sama hvaðan það kæmi. Nútímamanninum bæri að hugsa á markaðsvísu eða værum við kannski þjóðernisöfgamenn? Svarið er að við viljum að hér á þessu skeri okkar leyfum við okkur að hugsa sem samfélag. En þá vaknar ný spurning. ...
Lesa meira

Í þættinum Kvótann heim á sunnudag klukkan 12 verður byrjað að kryfja rök stórútgerðarinnar fyrir því að hún eigi sjávarauðlindina þvert á landslög og þjóðarvilja: https://kvotannheim.is/
Lesa meira

... Það verður fróðlegt að heyra hvað þessi talsmaður fikverkafólks hefur að segja um kvótakerfið í þeirri mynd sem við nú þekkjum það, hver sé reynslan fyrir verkafólk og fyrir sjávarbyggðirnar og hver hsnn vilji að verði framtíðin? Aðalsteinn verður gestur minn í þættinum Kvótann heim kl. tólf á sunnudag.
Fleiri koma fram í þættinum og við heyrum rök stórútgerðarinnar þess efnis að á kvótann beri að líta sem eign hennar!
Þátturinn er hér klukkan 12 á hádegi sunnudag! ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.03.20.
Allt er nú opið til endurskoðunar. Skyndilega er fjármálakerfi heimsins opnað upp á gátt. Gallharðir frjálshyggjumenn skrifa í hægri sinnuð málgögn sín að nú verði allir að gerast sósíalistar ef bjarga eigi hagkerfi kapítalismans. “Bara í bili”, flýta þeir sér að bæta við, “annars gætum við setið uppi með sósíalismann.” Ekki þykir þeim það góð tilhugsun. Í hið hægri sinnaða breska stórblað, Telegraph, skrifar ...
Lesa meira

... Steinunn Ólína, Ásgeir Brynjar, Þuriður Harpa form. ÖBÍ, Jóhann Páll og Marínó G. krufðu atburði vikunnar í þættinum í kvöld en Gunnar Smári stýrði umræðunni. Fyrr í vikunni hafði fjöldi fólks komið að þessari umræðu á Samstöðinni, þar á meðal Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það er nauðsynlegt að umræðan í þjóðfélaginu sé sem mest þá daga sem samfélagið er í uppnámi, ekki bara einhver umræða, heldur gagnrýnin uppbyggileg umræða eins og sú sem þarna hefur farið fram ...
Lesa meira

... Og skammt er stórra högga á milli. Út undan mér heyrði ég í fréttum talað um sektir og fangelsanir væri yfirvöldum ekki hlýtt varðandi sóttkví og sitthvað annað tengt kórónaveirunni. Hélt ég að verið væri að flytja okkur fréttir frá Kína eða einhverju ríki þar sem stjórnað er ofan frá. Nei, það var ríkissaksóknarinn á Íslandi sem “hefur gefið fyrirmæli” varðandi “brot á fyrirmælum um sóttvarnarlög”: Geti sektir numið hálfri milljón króna og sex ára fangelsisvist ...
Lesa meira

Þegar fyrirsjáanlegt er að allt er að hrynja ítrekar samgönguráðherrann að hafist verði handa um stórframkvæmdir í samgöngum sem aldrei fyrr.
Hefur hann lýst því að sum stærstu verkefnanna muni byggja á því sem ráðherrann, sem jafnframt er formaður Framsóknarflokksins kallar “samvinnustefnu”, og gefur þar með í skyn að samvinnuhugsjón síns flokks sé með því endurvakin. Svo er að sjálfsögðu ekki. Samvinnuhugsjón þeirra ...
Lesa meira

Birtist í Fréttablaðinu 25.03.20.
... Í viðbrögðum frá formanni Samtaka áhugafólks um spilafíkn, Ölmu Hafsteinsdóttur, sagði m.a.: „Það besta við þetta er að næstu mánaðamót munu allir kassar vera lokaðir sem mun gera gæfumun fyrir ótal spilafíkla og fjölskyldur þeirra.“ ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum