Greinar Febrúar 2020

Það sem ég veit um Kla. Tv er það sem ég sé af afurðum þeirra. Þau hafa tekið upp nokkra fundi mína unfir heitinu Til róttækrar skoðunar, birt á youtube. Miklu meira efni er að finna þar á þeirra vegum: www.kla.tv/15789
Ég hvet lesendur til að gerast áskrifendur og fylgjast með þessu góða framtaki: https://www.kla.tv/newsletter ...
Lesa meira

Í samráðsgátt forsætisráðuneytisins hafa frá því fyrr í mánuðinum legið drög að frumvarpi um jarðakaup sem lengi hefur verið kallað eftir. Frá því er skemmst að segja að þessi frumvarpsdrög svara ekki því kalli og þarf að gera á þeim miklar breytingar til þess að svo verði. Eftirfarandi umsögn hef ég sent inn á vefinn ...
Lesa meira

Í gær fór fram í Ólafsvík fjórði fundurinn um kvótann, Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim! Vel rættist úr með fundarsókn en vegna blíðskaparveðurs voru margir bátar á sjó og fengum við kveðjur frá sjómönnum sem kváðust ella hefðu mætt á fundinn. Hann sóttu engu að síður hátt í fimmtíu manns og voru í þeim hópi margir sem tengdust útgerð, sjómennsku eða fiskvinnslu. Að loknu framsöguerindi Gunnars Smára Egilssonar spunnust umræður sem voru ...
Lesa meira

Þetta er veitingastaðurinn Sker, Ólafsbraut 19, Ólafsvík. Þar verður opni fundurinn um kvótamálin á laugardag klukkan 14. Ég leyfi mér að hvetja sem flesta til að mæta á fundinn, hann verður áhugaverður, því lofa ég, og því fleiri sem mæta og leggja í umræðupúkkið þeim mun betra! Aldan er að ...
Lesa meira

Tilefni þess að mér var boðið í morgunspjall í Bítið hjá þeim Bylgjumönnum Heimi og Gulla var að annars vegar er ég nýkominn frá Tyrklandi þar sem ég var til stuðnings mannréttindabaráttu Kúrda og til að afla upplýsinga um stöðu mannréttinda þar í landi. Hins vegar var tilefni spjalls okkar í morgun fyrirhugaður fundur í Ólafsvík á laugardag um kvótann: Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim. Í samtali við þá félaga ...
Lesa meira

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, kom fram í fréttum í dag og sagði samtökin vilja hverfa frá sölu “upprunavottorða”. Það eru falsvottorð sem íslensk raforkufyrirtæki selja stóriðjufyrirtækjum í Evrópu sem gefi þeim færi á að menga óáreitt því að orka þeirra sé hrein – því til sönnunar séu umrædd vottorð. Evrópusambandið hefur lag á að koma öllu lifandi og dauðu á markað ...
Lesa meira

Í vikublaðinu Jökli, sem dreift er um allt Snæfellsnesið, segir frá fyrirhugðum fundi um kvótann í Ólafsvík klukkan tvö á laugardag. Auglýsing um fundinn birtist í blaðinu, fréttatilkyninng og grein eftir mig þar sem ég spyr hvers vegna efnt sé til fundar í Ólafsvík um kvótann. Undarleg spurning? Að sjálfsögðu er hún það en samt er ágætt að spyrja og svara ...
Lesa meira

Laugardaginn 22. febrúar verður efnt til fundar í Ólafsvík undir yfirskriftinni Gerum Ísland heilt á ný – Kvótann heim. Fundarstaður verður veitingastaðurinn Sker, Ólafsbraut 19.
Fundurinn verður semsé á laugardegi og hefst hann klukkan 14 en lýkur eigi síðar en kl. 16. ... Fundurinn í Ólafsvík er opinn eins og fyrri fundir í þessari fundaröð og eru allir velkomnir!
Sjá nánar um viðburð ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.02.20.
... En hvað er til ráða í þjóðfélagi sem lætur örfáa einstaklinga ráðskast með auðlindir sínar, skattaskjól eru nánast eins og annað heimili auðmanna landsins svo þeir fái komist hjá því að leggja sitt af mörkum við rekstur samfélagsins og standa fyrir bragðið utan veggja þess; þar sem Namibíuhneyksli raska ekki ró þeirra sem standa í stafni þjóðarskútunnar …? ...
Lesa meira

Nú, þegar ég sit á flugvellinum í Istanbúl í morgunsárið sunnudaginn 16. febrúar og bíð eftir flugi áleiðis heim til Íslands, eru tilfinningar blendnar. Annars vegar er Tyrkland túristans, iðandi mannlíf, fögur nattúra, rík saga og menning – allt sem best má vera. Ég þykist vita að svo sé. Sá heimur sem ég hef stigið inn í á undanförnum dögum er hins vegar ekki þessi heimur heldur allt annar heimur. Það er heimur fangelsana, skoðanakúgunar, brottreksturs úr starfi, þvingaðra búferlaflutnina og ofbeldis – af hálfu hverra? Af hálfu “löggæslunnar”! Ekki svo að sklija að ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum