Greinar 2019

Það er gott til þess að vita að til sé fólk sem heldur vöku sinni, fylgist með gangi alþjóðastjórnmála og lætur ekki mata sig á hverju sem er. Slík manneskja er Berta Finnbogadóttir. Wikileaks og Stundin hafa birt upplýsingar um þrýsting af hálfu NATÓ ríkja að OPCW, eftirlitsstofnununin með notkun efnavopna í Haag, setji fram ósannan vitnisburð um rannsóknir á meintri eiturefnaárás Sýrlandsstjórnar á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra sem NATÓ síðan notaði sem átyllu til árása á Sýrland ...
Lesa meira

... Árni Steinar hafði verið umhverfisstjóri Akureyrar í um 20 ár og mótað bæinn. Sem slíkur naut hann mikillar virðingar. En jafnframt óvildar af hálfu þeirra sem féll ekki hve staðfastlega hann gagnrýndi fiskveiðistjórnunarkerfið.
Svo fór að forstjórar Útgerðarfélags Akureyrarog Samherja fengu því framgengt að Árna Steinari var meinað að stíga í ræðustól en í stað hans var fengin Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra. Hún sagði í ræðu sinni að nóg væri komið af gagnrýni í kvótakerfið. ...
Lesa meira

Nú rifja það ýmsir upp að á undanförnum árum hefur Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, margoft reynt að benda á hvernig Samherji hefur verið að sölsa undir sig fiskveiðiheimildir víðs vegar um heim – ekki aðeins hér á landi heldur um heimshöfin vítt og breitt - og að ekki hafi aðferðirnar alltaf verið til eftirbreytni, alla vega samkvæmt þeim lögmálum sem kennd eru í sunnudagaskólum. “Margoft reynt…” segi ég og á þá við að þótt Jón Kristjánsson hafi ...
Lesa meira

... Um þetta var ekki spurt í fréttatímanum. Þó eiga að kvikna viðvörunarljós þegar einkaframkvæmd er annars vegar. Ég hélt að við værum komin það langt!
En nú leyfi ég mér að stinga upp á því að ráðherrar verði spurðir um eftirfarandi ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.11.19.
Ég minnist samtals í aðdraganda bankahrunsins þar sem rætt var um ráðningu fjárfestingastjóra í lífeyrissjóði. Margir vildu finna klókan fjármálabraskara, aðila sem þekkti kerfið af eigin raun og innan frá, með öðrum orðum, sérhæfðan “fagmann”. Slíkir aðilar væru að vísu dýrir á fóðrum en á móti kæmi að þeir væru þyngdar sinar virði í gulli. Þeirra fag væri að græða. Einn þessara viðmælenda var ...
Lesa meira
Miðvikudaginn 20. janúar les ég í blaði að til standi að breyta nafni utanríkisráðuneytisins. Nú skal það heita utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið. Ég nefni dagsetninguna því þetta er rétt eftir Namibíufréttirnar og frábært framlag Íslendinga til þróunarsamvinnu þar. Verst eins og Bjarni fjármálaráðherra segir, að landlæg spilling í Namibíu skuli hafa mengað engilhreina aðkomu Íslendinga að málum þar. En nafnbreytingin sýnir alla vega góðan ásetning Bjarna og Þorsteins Más um að koma fátækri þjóð inn í ...
Lesa meira

Á meðan útvarpsmaðurinn góðkunni, Ævar Kjartansson, kemur nærri hljóðnemanum hjá Ríkisútvarpinu er þeirri stofnun ekki alls varnað. Fjarri því.
Ef Ævar væri ekki að komast á aldur hefði hann verið kjörinn nýr útvarpsstjóri og þótt fyrr hefði verið! Ævar hefur komið að gerð ótölulegs fjölda þátta á löngum starfsferli sínum, nú síðustu árin hefur hann stjórnað umræðuþáttum á sunnudagsmorgnum, sem síðan hafa verið endurteknir síðar. Einn slíkur var í dag á dagskrá. Þar hafði Ævar fengið Gísla Sigurðsson, prófessor, til liðs við sig að ræða við Veturliða Óskarsson, prófessor við Uppsalaháskóla, um ...
Lesa meira
gær tók ég, ásamt Kára Stefánssyni, þátt í umræðu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut undir stjórn Bjartmars Alexanderssonar. Rætt var um Samherjamálið, kvótakerfið, uppljóstrara og áform um að hleypa fjárfestum á jötuna í Leifsstöð. Þátturinn er hér ...
Lesa meira

... Ótvírætt er að stjórnendur ISAVIA eru að undirbúa einkavæðingu. Ráðherra ber nú ótvíræð skylda að verja almannahag gegn ásælni gróðafjármagns. Til þess þarf að fá nýja stjórnendur yfir Isavia. Núverandi stjórnarmenn Isavia standa með einkafjármagni gegn alemenningi. Það þarf ekki einu sinni að lesa á milli línanna ...
Lesa meira

Forsvarsmenn Samherja birtust á Dalvík til að ávarpa stafsmenn fyrirtækisins þar. Í dramatískri innkomu lýsti Þorsteinn Már, forstjóri (þar til nýlega), því yfir, nánast kominn á krossinn með látbragði sínu, hve yfirkominn hann væri af þeirri óskammfeilnu árás sem gerð hefði verið á þau sem þarna væru, starfsfólk Samherja. Lýsti hann fullri samstöðu með fólkinu. Björgólfur, starfandi forstjóri, ætlar ekki heldur að bregðast fólkinu sem ...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum