ÞVÍ MEIRI SYNDIR ÞEIM MUN BETRA? HVERJU SVARAR MAGDOFF?

Bessastaðir.png

Hér er raunverulegt dæmi um hve arðsamt getur verið að syndga.

  1. Í sama fréttatíma í vikunni:

Slæm fétt: Þúsundir vísindamanna segja veröldina komna á heljarþröm vegna loftlagsbreytinga af mannavöldm. Ef mannkynið eigi að komast af verði af ALVÖRU að grípa til róttækra ráðstafana NÚNA!

Góð frétt: Verið er að endurræsa WOW flugfélagið sem nú eigi að heita PLAY. Þannig verði auðveldara að bjóða okkur upp á fleiri og fjölbreyttari valkosti í flugi.

Slæm/góð frétt: Forseti Íslands hefur stundað þotuflug í gríð og erg á síðustu mánuðum, fjöldi ferða tilgreindur. Þetta var slæmi hluti fréttarinnar. Góði hlutinn var sá að forsetinn hafi kolefnisjafnað að fullu, mokað ofan I skurði á Bessastöðum og plantað þar trjáhríslum.

  1. Í auglýsingatímanum eftir fréttir var einnig slæm/góður boðskapur. Frá olíufélagi: kaupið bensín fyrir bílferðalögin hjá okkur, við kolefnisjöfnum; frá flugfélagi: fljúgðu með okkur, við gróðursetjum til að bæta upp fyrir ferð þína svo þú standir á kolefnis-jöfnu.

Allt á réttri leið? Kaþólsku kirkjunni á miðöldum hefði þótt svo vera: Syndgið í friði, við seljum ykkur syndaaflausn. Því meira sem syndgað er, þeim mun meira í kassann.

En á meðal annarra orða, og til hliðar við þetta en þó ekki alveg, liggur ekki fegurð Bessastaða í hvítum húsum með rauðum þökum, sem bera við bláan himininn? Vel slegin túnin ítreka svo þessar hreinu línur, sérstöðuna í íslenskri náttúru.
Auðvitað eru skógar og skógarlundir líka fallegir – sums staðar. Allt á sinn stað. En varla allar þessar miklu mótsagnir án þess að reynt sé að tengja þær og ræða í samhengi. Eða hvað?

Fred Magdoff.png

Eftir viku kemur hingað til lands, Fred Magdoff, bandarískur prófessor í jarðefnafræði frá háskóla í Vermont I Bandaríkjunum. Erindi hans heitir: Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalisma. Magdoff verður á opnum fundi í Þjóðmennigar-/Safnahúsinu við Hverfisgötu, laugardaginn 16. nóvember kl. 12.

Áhugasamir merki í dagbók sína við þessa tímasetningu!
Það verður án efa fróðlegt að fá þetta sjónarhorn á málin, hvernig Magdoff vilji bregðast við syndaflóði samtímans og þá hverju hann svarar spurningunni I titlinum á þessum pistli. 

 

 

 

Fréttabréf