Greinar Október 2019

Í viðræðum sem ég átti í dag við fulltrúa Kúrda í Strassborg þótti mér gott að geta sagt að íslensk stjórnvöld hefðu þegar mótmælt árásarstríði Tyrkja á hendur Kúrdum í Rojava í Norður-Sýrlandi ... Yfirlýsingar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra Íslands, voru engu að síður afdráttarlausar og fyrir það er þakkað. Nú ber að fylgja þessu eftir. Ofbeldið verður að stöðva. Ríkisstjórnin hlýtur að ræða þann kost að slíta stjórnmálasambandi við Tyrkland ...
Lesa meira

“Lenya Rún Taha Karim, Íslendingur og Kúrdi, segir Kúrda vera í áfalli yfir því að Bandaríkin ætli að draga hersveitir sínar frá Sýrlandi. Hún telur að með því séu Bandaríkin að gefa Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands, leyfi til þess að framkvæma þjóðarmorð á Kúrdum.”
Þetta er upphafið af viðtali við Lenyu Rún á mbl.is í dag: Bandaríkin gefa grænt ljós á þjóðarmorð. Þar hvetur hún Íslendinga til að ...
Lesa meira

Kúrdar um allan heim hafa lýst áhyggjum yfir yfirvofandi innrás Tyrkja í Rojava, sjáfstjórnarhérað Kúrda í Noðrður-Sýrlandi. Þar með yrði merkileg lýðræðistilraun (lýðræði í nærumhverfinu byggt á jafnrétti kynjanna og aðkomu allra hópa) upprætt en Tyrkir og Sýrlendingar gætu hafa náð samkomulagi um að einmitt þetta yrði gert. Lýðræðisfylkingin, HDP, flokkur Kúrda í Tyrklandi, sem er í nánum tenglsum við Kúrdana í Rojava, sendi í gærkvöldi frá sér ...
Lesa meira

... Í morgun var ég gestur í morgunþætti Bylgjunnar hjá þeim Heimi og Gulla að fjalla um yfirvofandi árás Tyrkja á Kúrda í Rojava í norðanverðu Sýrlandi. Ég er staddur elendis þannig að samtalið fór fram í síma ... Einu gleymdi ég í samtalinu í morgun og það er að minnast á fasistahreyfinguna ISS. Í þann veginn sem Kúrdum er að takast að ...
Lesa meira

Það er ekki einvörðungu vegna persónulegra kynna að mér þykir það jafnan vera tilhlökkunarefni þegar píanóleikarinn, Vladimir Stoupel, leggur leið sína til Íslands, heldur einnig vegna þess hve ég nýt þess að sækja tónleika þessa heimskunna listamanns. Og að sjálfsögðu vil ég að sem flestir fái notið. Næstkomandi föstudag, 11. október, heldur hann tónleika í MÍT salnum klukkan 19:30. Eftrifarandi er úr ...
Lesa meira

Ráðstefna sem ég sótti í Lúxemborg í gær, laugardaginn 5. október, undir heitinu Réttlátur friður, Paix juste, stóð undir væntingum og reyndist bæði fróðleg og gefandi. Viðfangsefnið var nútið og framtíð í Ísrael og Palestínu, hver væri staðan og hvert stefndi. Á dagskrá ráðstefnunnar voru á annan tug ræðumanna og þátttakenda í pallborðsumræðum, bæði Ísraelar og Palestínumenn. Það var þó heimamaður í Lúxemborg sem reið á vaðið því Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar ...
Lesa meira

Ég er kominn til Lúxemborgar þeirra erinda að sækja ráðstefnu um réttlátan frið í Palestínu. Paix Juste – Rettlátur friður - heita nefnilega samtökin, sem ásamt ýmsum öðrum grasrótarsmtökum, standa að fundi í dag (laugardag) um Palestínu og framtíðarhorfur þar. Á meðal þeirra sem tala á ráðstefnunni er Gideon Levy, margverðlaunaður dálkahöfundur hjá ísraelska fréttablaðinu Haaretz. Á dagskránni eru einnig Palestínumenn sem þekkja gerla til ...
Lesa meira

Það gladdi hjarta mitt að sjá að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, skyldi lýsa því yfir þegar kynntur var samgöngu-“sáttmálinn” margrómaður, að hann teldi líkur á að næsta sjúkrahús verði reist á Keldnalandinu, sem ríkið er hins vegar, illu heilli, í þann veginn að selja frá sér í hendur Reykjavíkurborgar svo reisa megi þar íbúðir fyrir þá sem njóta munu annars meints sáttmála, “lífskjarasáttmálans”, í bílalausu íbúðahverfi. Samgönguráðherra sagði að hvort tveggja gæti lifað með hinu ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum