Fara í efni

GEGN HEIMSVALDASTEFNU – MEÐ WIKILEAKS



Síðastliðinn sunnudag tók ég þátt í pallborðsráðstefnu í Derry á Norður-Írlandi undir yfirskriftinni Imperialism on trial – free Julian Assnange. Eins og heitið ber með sér er heimsvaldastefnan tekin til gagnrýninnar skoðunar og aðkoma handahafa þeirrar stefnu í aðförinni að Wikileaks og Julian Assnage.

Ráðstefnustjóri var Greg Sharkey en auk mín töluðu Clare Daly og Mick Wallace, þingmenn Írlands fyrir Independants 4 change, á þingi Evrópusambandsins, Chris Williamson, þingmaður Verkamannaflokksins breska, var reyndar rekinn úr flokknum og á fyrir vikið í máleferlum við flokkinn, sakaður, að mínum dómi mjög ranglega, um anti-semetisma, Eamonn McCann, þekktur stjórnmálamaður og aktívisti á Norður-Írlandi um áratugi,  Peter Ford, fyrrum sendiherra Breta í Sýrlandi og Tommy McKearney, sem sat í fangelsi í 17 ár fyrir aðild að IRA, Írska lýðveldishernum.

Þetta var litskrúðugur panel sem hefði getað talað út nóttina en lét sér nægja rúmlega þriggja tíma fund sem er hér: https://www.pscp.tv/w/1zqKVEpVjYYxB