Fara í efni

ÁRÁSINNI Á ROJAVA MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI

Ég er þessa stundina staddur á Norður-Írlandi, nánar tiltekið í Derry, þar sem ég tók þátt í fundi/ráðstefnu um heimsvaldastefnuna undir fyrirsögninni Imperialism on Trial.
Ég náði rétt fyrir brottför mína á laugardag að sækja útifund á Austurvelli til mótmæla árás Tyrkja á byggðir Kúrda í Rojava norðanverðu Sýrlandi.
Salah Karim og félagar stóðu fyrir fundinum þar sem innrásinni var kröftuglega mótmælt svo og ofbeldi og fasisma hvar sem hann birtist.
Með fundarstaðnum var óbeint minnt á hlutdeild okkar Íslendinga í þessu grimmdarverki Tyrklands, bandalagsríkis Íslands í NATÓ.
Að loknum fundinum þar sem haldin voru nokkur ávörp, meðal annarra talaði Eva Hauksdóttir en sonur hennar, Haukur, var ötull baráttumaður þeirra hugsjóna sem haldið er á loft í Rojava og féll hann á vígvellinum án þess þó að fullar sönnur hafi komið fram.
Því miður missti ég af ávarpi Evu sem var í blábyrjun fundarins. Á honum sagði ég einnig nokkur orð og minnti á ábyrgð Íslands sem aðildarríkis NATÓ.
Að fundinum loknum var haldið til bandaríska sendiráðsins til að áretta hlut Bandaríkjanna í grimmdarverkunum en þau gáfu grænt ljós á ofbeldið. Um það virðist lítið nema þá helst hér á landi þeir sem stjórnvöld reyna að bera blak af þeim.