Fara í efni

Í BÍTIÐ Á BYLGJUNNI

Bylgjan í bítið 2 rétt
Bylgjan í bítið 2 rétt

Áherlsur núverandi ríkisstjórnar í skattamálum, velferðarmálum og fjárfestingamálum koma sífellt betur í ljós. Hugmyndir Péturs H. Blöndals um að rukka legusjúklinga á spítölum, þótti Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, góðra gjalda verðar í samtali okkar á Bylgjunni í morgun. Sama var uppi á teningnum varðandi hugmyndir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, að einkavæða hafnir, flugvelli og vegi, „innviði" samgöngukerfisins, nokkuð sem fjölmiðlar sýna furðu mikið fálæti gagnvart. Og varðandi erlenda fjárfestingu virðist hún vera samheiti fyrir virkjanir og stóriðju. Allt þetta kom skýrt fram í málflutningi Jóns Gunnarssonar á Bylgjunni í morgun og þá einnig áherslur mínar og minna samherja á miklvægi fjölbreytni og að nýta innlent fjárfestingarfé eins og kostur er til uppbyggingar atvinnulífsins..
http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21132