ANNETTE GROTH UM HERVÆÐINGU ÞÝSKALANDS

Annette Groth real news.PNG

Fyrir nokkrum dögum birtist á vefmiðlinum The Real News athyglisvert viðtal við Annette Groth, fyrrum þingmann Vinstri flokksins í Þýskalandi (Die Linke), um hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi, m.a. að áeggjan Bandaríkjanna.

Annette Groth ræðir í viðtalinu einnig um nýlegar aðgerðir gegn Íran. Þær séu brot á alþjóðalögum þótt lítið sé rætt um þá hlið mála í okkar heimshluta. Viðtalið er stutt og hnitmiðað og er á ensku.
https://therealnews.com/stories/will-germany-become-the-military-power-it-once-was

Forsetar Bandaríkjanna hafa lengi verið öflugir sölumenn fyrir bandarískan vopnaiðnað auk þess sem þeir hafa hvatt til hernaðaruppbyggingar hjá fylgifiskum sínum.

Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af hervæðingu NATÓ-ríkjanna, þar með talið á hinu “herlausa” Íslandi.

Ég vek athygli á tveimur greinum sem birst hafa hér á síðunni um hernaðaruppbygginguna, annars vegar eftir Þórarin Hjartarson og hins vegar Jón Karl Stefánsson:

http://ogmundur.is/frjalsir-pennar/2019/07/jon-karl-stefansson-skrifar-hernadaryfirgangur-bandarikjanna-a-heimsvisu-og-russagrylan

http://ogmundur.is/frjalsir-pennar/2019/07/thorarinn-hjartarson-skrifar-herinn-ut-um-framdyr-inn-um-bakdyr

Fréttabréf