Fara í efni

AÐ LIFA AF KRAFTI

Skáldin kunna að orða hlutina betur en við flest gerum. En um leið og orðin eru sögð skiljum við sannleiksgildi þeirra.

Við vitum að aldur er í bland afstaða til lífsins. Sá maður sem ber von í brjósti og býr yfir baráttuanda verður seint gamall.

Á textann hér að ofan rakst ég á þegar ég rótaði í gögnum frá dvöl á vesturströnd Bandaríkjanna sumarið 2014. Þá nutum við um hríð gestristni frænda konu minnar, Skagfirðingsins, Jóns Pálmasonar og konu hans Ann, í Seattle í Washington ríki.

Faðir Jóns var læknir og eins og sonurinn áhugamaður um allt sem hrærðist í umhvefi hans. Hann mun hafa lesið eina bók á dag, var áskrifandi af helstu blöðum, jafnt á austurströnd Bandaríkjanna sem vestan megin og gerðist auk þess félagi í verkalýðsfélagi flutningbílstjóra, Teamsters, því honum þótti fréttabrtéf þeirra svo gefanadi og áhugavert!

Svo var það amma Ann, skáldkonan Georgina MacDougal Davis. Hún var áhugasöm um menntun kvenna og um umhverfi sitt almennt, hafði greinilega búið yfir miklum og smitandi  lífskrafti og þeirri afstöðu til lífsins sem heldur okkur ungum í anda.

Af fólki með slíka lífsafstöðu megum við margt læra, bæði við sem ung erum og einnig hin sem komin eru á gamals aldur.