Greinar Ágúst 2019

... Í þessu samhengi er skiljanlegt að Klagemauer TV skuli hafa fylgst sérstaklega með umræðu um Orkupakka 3 (og þá einnig tilraunir til að þagga þá umræðu).Hér má nálgast opinn umræðufund um orkupakka 3 á Selfossi fyrir skemmstu á vegum Miðfloksins en á komum við nokkur fram í nafni baráttusamtakanna Orkan okkar ...
Lesa meira

Á tæpu ári hafa birst 17 greinar hér á síðunni í dálkinum Frjálsir pennar eftir Kára um þriðja orkupakkann. Í greinunum hefur höfundur kafað í alþjóðalög og þá sérstaklega Evrópurétt til að varpa ljósi á Orkupakka 3, hverjar skuldbindingar eru í honum fólgnar.
Sjálfum hefur mér fundist Kári mjög sannfærandi enda talar hann af mikilli þekkingu og rökvísi um málefnið. Þess vegna titillinn! Ég hvet öll þau sem ekki hafa lesið greinar Kára að kynna sér þær en slóðir sem vísa á þær eru hér fyrirneðan. Enginn véfengir að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblðasins 31.08/01.09.19.
Fyrir nokkrum árum varð mikið uppnám á Alþingi þegar til umræðu voru teknar boðsferðir bankastjóra með vini og vildarmenn í dýrar laxveiðiár. Í umræðunni á þingi voru þung orð látin falla um spillingu. Fljótlega kom í ljós að það voru ekki laxveiðarnar sem fóru fyrir brjóstið á gagnrýnendum heldur hvernig að boðsferðunum var staðið. Þær höfðu nefnilega ekki verið færðar til bókar í fundargerðum bankaráðanna með tilhlýðilegum hætti.
Svo var því kippt í liðinn sem að sjálfsögðu ...
Lesa meira

... Snorri er vinum sínum mikill harmdauði. Kannski er það vegna afneitunar á því að bráðasjúkdómur skyldi verða honum að aldurtila svo snögglega, en þannig er því varið með mig, að einhvern veginn finnst mér ekki ganga upp að segja að Snorri Ingimarsson sé allur. Hann er það nefnilega ekki í mínum huga og hygg ég að þar mæli ég fyrir munn margra ...
Lesa meira

... Á textann hér að ofan rakst ég á þegar ég rótaði í gögnum frá dvöl á vesturströnd Bandaríkjanna sumarið 2014. Þá nutum við um hríð gestristni frænda konu minnar, Skagfirðingsins, Jóns Pálmasonar og konu hans Ann í Seattle í Washington ríki. Faðir Jóns var læknir og eins og sonurinn áhugamaður um allt sem hrærðist í umhvefi hans ... Svo var það amma Ann, skáldkonan Georgina MacDougal Davis. Hún var ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 20.08.19.
Um miðbik sumars birtist grein í Morgunblaðinu eftir formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, undir sólríkri fyrirsögn: Af stjórnmálum og sólskini. Greinin er skrifuð rétt eftir að ríkisstjórnin hafði skýrt frá undanhaldi sínu í “hráakjötsmálinu”, að hún hygðist ekki verða við áskorunum um að taka þetta umdeilda mál upp á nýjum forsendum gagnvart EES og setja ...
Lesa meira

Biritst í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.08.19.
Ég er ekki frá því að umræða í þjóðfélaginu um innleiðingu orkustefnu Evrópusambandsins hér á landi sé að breytast. Að hluta til er það vegna þess hve mjög hún hefur dregist á langinn. Eða öllu heldur, hve mjög hún hefur verið dregin á langinn. Málþóf á Alþingi í mikilvægustu hitamálum getur þannig verið til góðs ... En hvernig hefur umræðan breyst? ...
Lesa meira

Hann er heldur svalari en fyrir aðeins fáeinum dögum en því get ég lofað fólki að þau eru með sólina í hjarta sínu þau Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari sem leika á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudagskvöldið 13. ágúst.
Hvað gerir mig þess umkominn að segja þetta? Svarið er að ég sótti tónleika þeirra í dómkirkjunni að Hólum í Hjaltadal eins og fram kom á heimasíðu minni og tala því af eigin reynslu.
Lesa meira

Ánægjulegar voru þær fréttir að ríkið hygðist kaupa Hellisfjörð, eyðifjörð á Austfjörðum, inn úr Norðfirði. Þýskur auðkýfingur hafði í hyggju að kaupa fjörðinn á 40 milljónir og nýta til fiskeldis, jafnvel byggja höfn. Það var hins vegar rökrétt að ríkið keypti, m.a. vegna þess að svæðið er á náttúruminjaskrá og í náttúruverndaráætlun 2009-2013 var lagt til að það yrði friðlýst. Svo er hin ástæðan, að koma í veg fyrir að auðmenn klófesti Ísland allt. Ísland allt? Já, Ísland allt; með manni og mús. Þannig er okkur nú sagt ...
Lesa meira

Fyrir nokkrum dögum birtist á vefmiðlinum The Real News athyglisvert viðtal við Annette Groth, fyrrum þingmann Vinstri flokksins í Þýskalandi (Die Linke), um hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi, m.a. að áeggjan Bandaríkjanna. Annette Groth ræðir í viðtalinu einnig um nýlegar aðgerðir gegn Íran. Þær séu brot á alþjóðalögum þótt lítið sé rætt um þá hlið mála í okkar heimshluta. Viðtalið er stutt og hnitmiðað og er ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum