SANNA MAGDALENA: LAUNABIL ALDREI MEIRA EN 1 Á MÓTI 3

Sunna magdalena.PNG

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur flutt tillögu um að hæstu laun hjá Reykjavíkurborg verði aldrei hærri en þrisvar sinnum lægstu laun. Undir þetta tek ég hjartanlega og er ástæða til að þakka fyrir þetta framtak og hvetja jafnframt til þess að við fylkjum okkur að baki Sönnu Magdalenu í baráttu hennar fyrir kjarajöfnuði.
Í greinargerð með tillögu Sunnu Magdalenu segir m.a.:

“Borgarstjórn samþykkir að marka stefnu í launamálum sem kveður á um að hæstu laun þeirra sem starfa fyrir Reykjavíkurborg, verði aldrei hærri en þreföld lægstu laun starfsmanna borgarinnar. Tillagan nær til alls starfsfólks Reykjavíkurborgar og kjörinna fulltrúa borgarinnar. Í launum eru t.a.m. meðtaldar þær greiðslur sem kjörnir fulltrúar fá ofan á grunnlaun sín vegna setu í nefndum og ráðum. Með því að tengja upphæð hæstu launa við lægstu launin tryggjum við að ákveðið samhengi sé á milli launagreiðslna Reykjavíkurborgar og að launabil á milli hinna hæst launuðu og lægst launuðu verði ekki margfalt …”

Hér má lesa nánar um tillöguna: http://sosialistaflokkurinn.is/2019/03/21/haestu-laun-verdi-aldrei-haerri-en-threfold-laegstu-laun/?fbclid=IwAR09yh-Tge6zlZZy9dGCHcAXOjYBaXivatv2az1llSXJKD4f221fcnk2aM8

Frá því er skemmst að segja að eftir tiltölulega litla umræðu (Sanna Magdalena segist ósátt við hve lítil hún var) þá var málinu vísað frá. Ég hvet lesendur til að fara inn á ofangreinda slóð þar sem hægt er að lesa nánar um málflutning Sunnu Magdalenu og hvernig brugðist var við honum.

Tillaga Sönnu Magdalenu er samhljóða máli sem ég flutti á Alþingi áður en ég vék þaðan, en sem þingmaður og þar áður sem formaður BSRB hafði ég oft talað þessu máli. Ég hef kallað þessa formúlu “varnarvísitölu láglaunafólks” og hef ég reynt að skýra hvað ég á þar við í fyrri skrifum, sem til dæmis má nálgast hér að neðan:

http://ogmundur.is/greinar/2016/07/varnarvisitala-lagtekjufolks

http://ogmundur.is/greinar/2016/08/varnarvisitala-laglaunafolks-komin-fram-a-althingi

http://ogmundur.is/greinar/2016/11/log-a-akvordun-kjararads-eda-hinir-laegstu-fai-milljon-a-manudi

http://ogmundur.is/greinar/2018/02/upp-med-veskin

Fréttabréf