Fara í efni

KÚRDAR, LANDAKAUP OG ORKUPAKKI Á ÚTVARPI SÖGU

Á þriðjudag mætti ég í þátt Guðmundar Franklíns Jónssonar á Útvarpi Sögu að ræða málefni Kúrda og opið bréf mitt til ríkisstjórnar Íslands um þau efni. Einng ræddum við landakaup auðmanna á Íslandi og það sjónarmið mitt að mikilvægt sé að halda eignarhaldi á landi innan seilingar – það er að segja innan landsteinanna. Þetta sé þeim mun meira knýjandi eftir að auðlindalöggjöfinni var breytt undir aldamótin síðustu og eignarhald á auðlindum, þ.m.t. vatni og orku, tengt eignarhaldi á landi sterkari böndum en áður var. Þá ræddum við þriðja orkupakkann og hve mikilvægt ég teldi það vera að hafna honum með haus og sporði en ekki samþykkja þótt með fyrirvara væri.

Þátturinn er hér: http://utvarpsaga.is/stadan-i-tyrlandi-er-afar-flokid-spil/