Greinar Febrúar 2019

Nú vill Evrópusambandið “útvíkka” þjónustutilskipunina og fannst okkur mörgun hún of víð þegar henni var þröngvað í gegn fyrir fáeinum árum.
En nú vill ESB ganga lengra sbr. þessa fréttafrásögn á vefmiðlinum viljinn.is ...
Lesa meira

Í gær var ég ásamt Styrmi Gunnarssyni, fyrrverandi Morgunblaðsritstjóra, gestur Gunnars Smára Egilssonar á Útvarpi Sögu. Umræðuefnið var kjaradeilurnar í þjóðfélaginu. Í umrtæðunum var einkum staðnæmst við kjaramisréttið í þjóðfélaginu.
Þátturinn er hér ...
Lesa meira

Í dálkinum Frjálsir pennar hér á heimasíðunni birtist grein eftir Unnar Bjarnason, tölvunarfræðing og fyrrum ritstjóra samfélagsmiðilsins hugi.is, sem ber titilinn: HÁTÆKNI NJÓSNAKERFIÐ “LifeLog”. Þar segir á meðal annars: “Nýlega var íslenskri Facebooksíðu lokað án fyrirvara eða ástæðu en þar var deilt fréttum af stríðunum í Mið-Austurlöndum. Næstu fórnarlömb ...
Lesa meira

Á þriðjudag mætti ég í þátt Guðmundar Franklíns Jónssonar á Útvarpi Sögu að ræða málefni Kúrda og opið bréf mitt til ríkisstjórnar Íslands um þau efni. Einng ræddum við landakaup auðmanna á Íslandi og það sjónarmið mitt að mikilvægt sé að halda eignarhaldi á landi innan seilingar – það er að segja innan landsteinanna. Þetta sé þeim mun meira knýjandi eftir að auðlindalöggjöfinni var breytt undir aldamótin síðustu og eignarhald á auðlindum ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 19.02.19.
Staða mannréttindamála tekur á sig æ dekkri mynd í Tyrklandi og er svo komið að ríki heims geta ekki lengur þagað þunnu hljóði. Þetta á við um Ísland, ekki síður en um önnur ríki. Auk þess á svo að heita að við séum í bandalagi við Tyrkland með veru okkar í NATÓ ...
Lesa meira

Í morgun var ég gestur þeirra Heimis og Gulla í morgunútvarpi Bylgjunnar að fjalla um mótmælasvelti í fangelsum Tyrklands sem nú breiðist ört út og mótmæli utan Tyrklands einnig gegn ofbeldi í Tyrklandi á hendur Kúrdum. Þú var ég spurður út í opið bréf mitt til ríkisstjórnarinnar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Viðtalið er hér ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.02.19.
Þess eru ófá dæmi frá liðinni tíð að listamenn sem öðlast hafa viðurkenningu hafi ekki verið metnir að verðleikum af samtíð sinni. Þetta þekkjum við úr okkar sögu og erlendis geymir menningarsagan mörg slík dæmi. Þetta gerir það að verkum að við förum varlega í að gagnrýna listsköpun sem er okkur framandi. Hver vill verða til þess að hafa fordæmt eða fúlsað við nýjum Picasso eða ...
Lesa meira

Í morgunsárið kom ég frá Istanbúl til Basel í Sviss og í kjölfarið til Strassborgar í Frakklandi að ávarpa útifund Kúrda sem hófst upp úr hádeginu. Af hálfu sendinefndarinnar sem ég var þátttakandi í til Tyrklands og Kúrdistan ávarpaði fundinn ásamt mér, Manuel Cortes, forystumður í bresku verklýðshreyfingunni. Ég vék að heimsókninni til Tyrklands og Kúrdistans, því sem hafði hrifið okkur og hinu sem gert hafi okkur reið. Ég sagðist hafa hrifist af ...
Lesa meira

Ætlar heimurinn mótmælalaust að láta ofbeldisfullt ríkisvald ýta þessa fólki út í dauðann því nákvmælega það er verið að gera. Í uppsiglingu eru hamfarir af mannavöldum. Ekkert annað þarf að gera en að Tyrkir hlíti eigin lögum! Dagurinn í dag, 15. febrúar er sögulegur að því leyti að þann dag fyrir tuttugu árum var Abdulla Öcalan tekinn höndum í Kenía á leið til Suður-Afríku .... Á myndinni eru ...
Lesa meira

Í gær hitti ég hana í Diyarbakir og var hún þá nýkomin frá Nusyaben, á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Þar tók hún þátt í því ásamt öðrum þingmönnum úr héraðainu að vekja athygli á því að Leyla Güven væri nú við dauðans dyr á 99. degi í svelti til að krefjast þess að tyrkneksa ríkið færi að eigin lögum og ryfi einangrun Öcalns og opnaði þar með á friðarviðræður. Mótmæli af þessu tagi færast nú í vöxt víða um Tyrkland ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum