Fara í efni

FUNDUR KÚRDA KOMINN Á VEFINN

Vel á annað hundrað manns sóttu fund um stríðsglæpi og mannréttidabrot á hendur Kúrdum í Tyrklandi, sem haldinn var í Safnahúsinu í Reykjavík í gær (laugardaginn 5. Janúar) . Fundurinn var í fundaröðinni Til róttækrar skoðunar.  
Ræðumenn voru Fayik Yagyzay, fulltrúi HDP-flokks Kúrda við þing Evrópuráðsins í Strassbourg og einn helsti talsmaður Kúrda í Evrópu um langt skeið, Leyla Imret, borgarstjóri í Cizre, hrakin frá völdum og nú flóttamaður í Evrópu og Faysal Sariyildiz, sem var þingmaður HDP-flokksins, sat lengi í fangelsi og er nú flóttamaður í Evrópu.
Þau síðarnefndu báru vitni fyrir Parísardómstólnum í mars í fyrra um stríðsglæpi stjórnvalda í Tyrklandi.

Fundurinn í Safnahúsinu er nú kominn á youtube, þökk sé Unnari Bjarnasyni, sem starfrækt hefur vefinn Stríðið í Mið-Austurlöndum á feisbók.
Vefslóðin er hér: 

https://youtu.be/4R4yIbKN7Vg


kúrdar.jpg (1)

mynd1.jpgmynd2.jpgmynd3.jpgmynd4.jpgmynd5.jpgmynd6.jpg