Greinar 2018

Mín reynsla af blómabúðum er góð. Frábærar búðir, frábært
afgreiðslufólk. Yfirleitt fel ég mig í hendur þess. Kannski með
óljósar óskir en vitandi að í mínar hendur munu koma fallegir og
fagmannlega útbúnir blómvendir. En svo kom að því að ein amma
vestur í bæ átti afmæli. Og tvær litlar ömmustelpur vildu færa
henni blómvönd, og við viljum velja blómin afi! Gott
og vel, - og inn í blómabúðina fórum við. Og þá gerðist það.
Ég uppgötvaði að þarna stóðum við án þekkingar, hefðar, tísku,
fagmennsku, algerlega sögulaus. En frjáls. Fáum þessar gulu
rósir ...
Lesa meira

... Þegar ég hlustaði á leikþáttinn um fund postulanna í Jerúsalem
hugsaði ég með mér að nær væri að hafa Ævar í hlutverki þess sem
spurður er eða sem höfund efnis á borð við
þetta útvarpsleikrit fremur en í hlutverki spyrjandans.
Reyndar er ég vel meðvitaður um að stundum er það ekki vandaminna
hlutverk að spyrja en svara! Ævar Kjartansson hefur um dagana borið
víða niður í þáttum sínum en ofarlega er honum greinilega í sinni
allt sem snýr að sýn okkar á heiminn og samfélagið, fjölmiðlun,
trúarbrögð, sögu og heimspeki og þá einnig sögu heimspekinnar. Ég
leyfi mér að mæla með framangreindum leikþætti við öll þau sem
áhuga hafa á sögulegum þráðum ...
Lesa meira
Fróðlegt er að fletta svokölluðu "dagatali íslenskra
vísindamanna" þar sem segir frá viðfangsefnum þeirra. Á slóð
sem leiðir inn í þennan heim segir að vísindamennirnir séu
"valdir af stjórn Vísindafélagsins og ritstjórn Vísindavefsins,
í samráði við forstöðumenn háskóla og rannsóknastofnana, með það
fyrir augum að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs
rannsóknastarfs hér á landi og þýðingu þess fyrir samfélagið
allt." Frábært þykir mér þetta framtak, kannski ekki síst
vegna þess að ég kannast við fleiri en eitt nafn á listanum og hef
því ...
Lesa meira

... Fyrirsögnin á þessari nýárskveðju minni til lesenda síðunnar
tek ég úr jólakveðju sem barst frá góðum gamalgrónum vinum, Óskari
og Kristínu, Véum í Reykholti í Borgarfirði. Ekki er hægt að orða
nýárskveðju betur. Ég óska öllum friðsældar og að heimurinn verið
friðsamari á komandi ári. En þar með er ekki beðið um lognmollu.
Friður má aldrei ríkja um ranglæti, þá þarf að rugga bátnum og auk
þess á lífið ð vera fullt af fjöri og lífsgleði. En ofar öðru er
ykkur öllum óskað farsældar ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
06/07.01.18.
Undir árslokin birtist í Morgunblaðinu umhugsunarvert viðtal við
Ólaf Hauk Símonarson, rithöfund. Viðtalið þótt mér reyndar svo
merkilegt og vekjandi að ég hugleiddi hvort fyrirsögnin á þessum
pistli ætti ekki að vera: Þakkir til Ólafs Hauks. Ég ákvað hins
vegar að tileinka pistilinn ríkisstjórninni. Nánar að því síðar.
Það sem tengir Ólaf Hauk og stjórnvöldin eru bækur og íslenskt mál
...
Lesa meira

... Svo eru það flugeldarnir um áramót. Þar skal ég gera
játningu. Þótt ég sé búinn að meðtaka umhverfis-boðskapinn í
flokkun á rusli og gangi þar sífellt harðar fram í kröfu á sjálfan
mig að koma hverri plastörðu á sinn endurvinnslustað - tel reyndar
að taka verði til skoðunar bann við notkun á plastpokum eins og
þekkist víða erlendis - þá á ég langt í land með flugeldana.
Eflaust er það hárrétt sem gagnrýnendur segja að með þeim færum við
ígildi mengandi stórgoss hættulega nærri okkur. Engu að síður þarf
meira til en slíkar fréttir um mengun eina örskotsstund til að snúa
mér til betri siða. Mér finnst nefnilega ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 04.01.18.
... Að undanförnu hafa komið fram ályktanir um skipulag
barnaverndar og hugsanlegar breytingar á því. Þær hafa borið keim
af nokkru fljótræði og það sem verra er, deilur sem risið hafa
innan kerfisins virðast að einhverju leyti marka farveg
fyrirhugaðra áforma. Hugmyndin virðist að öðru leyti vera
gamalkunnugt módel, að eftirlitsaðili megi ekki jafnframt vera
ráðgefandi aðili, hvað þá annast framkvæmd. Þessi formúla hefur
leitt til þess að í okkar agnarsmáa samfélagi hafa einu
sérfræðingar landsins á tilteknum sviðum ekki nýst til
ráðgjafar vegna þess að þá kallist það að þeir hafi eftirlit með
eigin ráðgjöf. Slíkt kann að hljóma ósköp vel í fjarlægu skipuriti
en í samfélagslegum veruleika þar sem ...
Lesa meira

... Sjálfur flutti ég erindi á ráðstefnunni undir titlinum:
The force of ideas: Examples to be learned from. Ekki get
ég birt erindið því það var flutt af munni fram. Á innihaldinu hef
ég of tæpt í ræðu og riti. Ég minnti á að þótt heiminum væri fyrst
og fremst stýrt af hagsmunum skipti hið huglæga einnig máli og
vísaði ég í orð suður-afríska baráttumannsins, Essa Moosa, sem
sagði í mín eyru að mesta hindrunin sem baráttumenn gegn
aphartheidstefnunni hafi átt við að stríða hafi einmitt verið
huglæg, sú trú að ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 02.01.18.
...Í Fréttablaðinu, 23. desember segir í skýringartexta fréttar
um framangreindar launahækkanir: "Að mati Viðskiptaráðs næst ekki
friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum
kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun.
Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda
fyrirtækja." Sá pirringur er síðan staðfestur í ályktun
Viðskiptaráðs um framangreindar hækkanir sem jafnframt er vísað til
í fréttinni. En hverjir eru svona sárreiðir? Í stjórn Viðskiptaráðs
eru 37 einstaklingar auk formanns ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 11.10.18.
Nú á dögum koma fæstir gangandi, hjólandi eða ríðandi til Þingvalla. Flestir koma á bíl. Það er almenna reglan. Þess vegna er almenna reglan líka sú (núorðið) að innheimta aðgangseyri að Þingvöllum á bílastæðinu. Aðgöngumiðinn stendur nú í 750 krónum. Ef fleiri eru í bílnum má til sanns vegar færa að gjaldið fyrir að njóta Þingvalla sé lægra. Þetta var slagorðið fyrir hinn andvana fædda ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum