Greinar 2018

Þá er komin fram sýknukrafa af hálfu setts ríkissaksóknara
í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnssmáli ... Ég vil
ganga svo langt að segja að í þessari ákvörðun sé fólginn
mikilvægur sigur réttarkerfisns. "Mikil hætta var á
því að málið hefði dagað uppi ef ekki hefði verið sett á laggirnar
starfsnefnd undir formennsku Arndísar Soffíu
Sigurðardóttur, sem hóf störf haustið 2011 ...
Starfsnefndina skipuðu auk Arndísar, Haraldur
Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik
Sigurðsson sálfræðingur. Með starfshópnum starfaði
Valgerður María Sigurðardóttir, starfsmaður
innanríkisráðuneytis og þá naut starfshópurinn sérstakrar
sérfræðiráðgjafar dr. Gísla H. Guðjónssonar,
réttarsálfræðings, en hann gaf einnig skýrslur fyrir
endurupptökunefnd." Í pistlinum þar sem þessa klausu era ð
finna greinir nánar frá ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
17/18.02.18.
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Bíum bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram um fjalla kamba
að leita sér lamba.
Hver þekkir ekki hljómfögru barnagælurnar sem skáldin hafa
eftirlátið okkur til að syngja börnin okkar í svefn, dreifa huga
þeirra, þar til Óli lokbrá tekur völdin ...
Lesa meira

... Þetta er formáli að netslóðnni hér að neðan. Hún vísar á
greinaflokk eftir Atla sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári.
Þessar greinar eru mjög fróðlegar, vel skrifaðar, af innsæi og
þekkingu. Nú vill svo til að mér er kunnugt um að gestur okkar
Íslendinga, Zoe Konstantopoulou, sem fram kom á opnum fundi í
Safnahúsinu síðastliðinn laugardag, verður í ítarlegu viðtali við
Egil Helgason í Silfri Sjónvarpsins á sunnudag. Mér segir hugur að
lestur greina Atla sé ágætur undirbúningur ...
Lesa meira

... Hinn heimskunni vísindamaður Stephen Hawking hefur reyndar
gert grein fyrir veru sinni í þessari framvarðarsveit með þeim
rökum að hann væri ekki lífs væri það ekki vegna öflugrar
opinberrar heilbrigðisþjónustu. Þarna er líka Allyson Pollock,
læknir, fræðimaður og óþreytandi baráttukona fyrir almannarekinni
heilbrigðisþjónustu. Hún kom hingað til lands á vegum BSRB fyrir
nær hálfum örðum áratug. Allyson Pollock er einn öflugasti
talsmaður almannrekinnar heilbrigðisþjónustu og er oftar leitað til
hennar í fjölmiðlum í því samhengi en flestra annarra.
Miklir peningar hafa safnast frá almenningi vegna málssóknarinnar
en þörf er á frekari framlögum, því ef ekki tekst að safna
tiltekinni upphæði fyrir lok þessa mánaðar þá verður ekki ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
3/4.02.18.
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn, var
næmur á vilja verktaka og fjárfesta í vegamálum. Þeir vilja sem
kunnugt er allt í einkaframkvæmd. Ekki svo að skilja að
vegaframkvæmdir séu ekki nánast allar boðnar út. Þessir aðilar
vilja hins vegar meira, bæði sitja að uppbyggingarstarfinu og
einnig fá í hendur skattlagningarvald yfir mér og þér. Með öðrum
orðum, þeim er ekki nóg að hagnast á vegaframkvæmdunum. Þeir vilja
líka geta grætt á því sem fram fer ofan á vegunum fullkláruðum,
okkur sem ökum um þá. Og inni í þessum pakka vilja þeir helst líka
hafa flugvellina og hafnirnar. Ég heyri ekki betur en Sigurður Ingi
Jóhannsson ...
Lesa meira
Það virtist vera samdóma álit þeirra sem sóttu fundinn í
Safnahúsinu í dag með þeim Zoe Konastantopoulous
og Diamantis Karanastasis að fundurinn hafi verið
afar fróðlegur og upplýsandi.
Morgunblaðið gerði fundarboðinu góð skil með
ítarlegu viðtali við Zoe
Konastantopoulous og í leiðara blaðsins í dag eru
áhersluatriði hennar tekin til skoðunar. Til umhugsunar er hve
mikilvægt það er að fjölmiðlar aðstoði við að kynna fundi af þessu
tagi sem ekki njóta stuðnings annarra en þeirra sem þá sækja.
Hrollvekjandi - og ég vel orðið af yfirvegun - var að hlýða á
frásögn af hlutskipti Grikkja eftir að þeir undirgengust klafa
...
Lesa meira

Boðið er til fundar kl. 12 á laugardag í Safnahúsinu,
Hverfisgötu um stöðu og horfur í grískum stjórnmálum með
þátttöku tveggja baráttumanna sem hafa verið virkir leiðtogar í
baráttu grísks almennings gegn alþjóðlegu auðvaldi, Zoe
Konstantopoulou og Diamantis
Karanastasis. Konstantopolou var í fremstu víglínu þegar
Syriza vann sögulegan kosningasigur sinn í janúar árið 2015 og
hefur í kjölfarið verið áberandi í grískum stjórnmálum.
Konstantopoulou og Karanastasis flytja stutt erindi hvort og að því
búnu gefst tækifæri til fyrirspurna og athugasemda. Fundinum verður
lokið í síðasta lagi klukkan 13:30. Zoe
Konstantopoulou er ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 31.01.18.
... Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum
ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er
það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, "því
miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því
skilning að þau eru trúnaðarmál". Með
hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs
þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr
jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er
tryggður.
Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi
stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi
undir handleiðslu skömmtunarstjóra ...
Lesa meira
Alltaf er eitthvað nýtt að gerast í lífinu. Nú státa ég af nýju
netfangi sem ég hef reyndar haft um nokkurt skeið til hliðar við
gamla alþingisnetfangið mitt sem ég studdist við í rúma tvo
áratugi. Bendi þeim á sem vilja skrifa mér á netfang mitt að slá
inn eftirfarandi: ogmundur.jonasson@ogmundur.is
Það gengur reyndar líka að stytta sér leið: ogmundur@ogmundur.is
These are my new e-mail addresses: ogmundur.jonasson@ogmundur.is
Can be shortened: ogmundur@ogmundur.is
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
20/21.01.18.
Báðir foreldrar mínir náðu 97 ára aldri. Ég man að þegar pabbi
var kominn á 97. aldursárið fannst mér allir undir níræðu nánast
vera börn. Og nú finnst mér sjötugt fólk vera unglingar og spyr
hverjum hafi dottið í hug að senda þetta fólk á eftirlaun.Sjálfur
er ég í þessum hópi og líka ritstjóri þessa blaðs sem hélt upp á
sjötugsafmæli sitt í vikunni. Við höfum verið samferða í
boxhringnum í hálfa öld. Alltaf í ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum