Greinar Nóvember 2018

Í gær var alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni. Í tilefni dagsins var efnt til opins fundar í Iðnó í Reykjavík þar sem íslenskar konur kynntu starfsemi IWPS, International Women's Peace Service. Konurnar töluðu af eigin reynslu höfðu sjálfar dvalið í lengri eða skemmri tíma í Palestíunu og var fróðlegt að hlýða á mál þeirra ...
Lesa meira

Sat allan daginn á málstofu - 300 manna málstofu – til heiðurs Asbjörn Wahl, einum ötulasta baráttumanni fyrir velferðarsamfélaginu og þá jafnframt gegn einkavæðingu innviðanna á undanförnum áratugum. Yfirskrift ráðstefnunnar var, Í kreppu og baráttu í ótryggum heimi, Kriser og kamp i en utrygg verden, A world of crises – a world of struggles. Asbjörn hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna bæði á ...
Lesa meira

... En í Osló hef ég þegar heimsótt tvo norska höfðingja í dag: Björgulf Fröyn, verkalýðsmann, beintengdur ofan í rótina, trúnaðarmaður strætisvagnastjóra, frmakvæmdastjóri NFS, samtaka norrænu verkalýðshreyfingarinnar um nokkurra ára skeið, þingmaður Sosíaldemókrata, foringi þeirra á Oslósvæðinu og mikill vinur minn. Stórklár maður! Síðan átti ég hádegisfund með Kaare Willoch og Ingjerd Schou. Ingjerd er þingmaður Höyre, og ein af fulltrúum norska þingsins á Evrópuráðsþinginu ...
Lesa meira
...
Ákallið hefur fengið góðar undirtektir þeirra sem hafa fengið það í hendur. Þau þyrftu hins vegar að vera miklu fleiri. Frumkvöðull þessa átakas er Hafnfirðingurinn Jóna Imsland. Hún hefur sent bréf til einstaklinga og félagsamtaka og á hún mikið lof skilið fyrir framtak og dugnað. Hér að neðan birti ég bréf Jónu Imsland og hvet ég alla lesendur að verða við ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.11.18.
Enginn sérfræðingur er ég um knattspyrnu. En ég kann þó að gleðjast þegar strákarnir okkar og stelpurnar okkar gera það gott. Reyndar held ég líka með þeim þegar verr gengur. Lífið er þannig að enginn getur ætlast til velgengni alltaf og öllum stundum. En samt er nú hægt að gera sitthvað sem gerir velgengni líklegri en ella. Sum heilræði hafa geymst í viskusafni kynslóðanna um hvernig ...
Lesa meira

Í fréttum Ríkissjónvarpsins kom fram áhugi á því að Íslendingar leggi sæstreng til að tengja okkur raforkumarkaði Evrópu og einnig að við undirgöngumst forræði ACERs, efirlitsstofnunar Evrópusambandsins með raforkumarkaði. Og notabene, það er hann, markaðurinn sem sviptir okkur fullveldinu. ACER á að fylgjast með því að við hlítum í einu og öllu regluverki markaðarins. Í þessu samhengi á boðvald stofnunarinnar að taka til okkar. Í hennar orðabók er ekki að finna hugtakið fullveldi ...
Lesa meira

Ragnar Ólafsson veltir vöngum yfir því í bréfi til síðunnar hvort Vopnfirðingar séu stórir upp á sig. Því hlýtur hver og einn að svara fyrir sitt leyti. Samkvæmt fréttum vilja þeir, eða margir þeirra, að auðkýfingurinn Ratcliffe, sem er að þræða jarðir á norð-austurhorni landsins upp á eignaband sitt, gefi sér sundlaug. Engar glerperlur takk eins og værukærir frumbyggjar létu sér nægja öldum saman þegar nýlenduherrarnir tóku yfir land og auðlindir, svo vísað sé í bréf Ragnars. Nú er náttúrlega tvennt í þessu ...
Lesa meira

...Sigurður Ingi samgönguráðherra hefur samkvæmt fréttum fengið einhverja sveitarstjórnarmenn á suðvesturhorninu til að skrifa upp á hugmyndir tvíburaforvera síns, Jóns Gunnarssonar, um að tolla vegfarandur, setja eins konar nefskatt á bíla. Svo er að skilja að þessu fólki finnist vera smámál að borga sig inn á vegina umfram það sem nú er. Skyldi þessi afstaða nokkuð tengd efnahag og heimilisbókhaldi? ...
Lesa meira

... Ögmundur vann lengstum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, vinsæll maður, sem með hógværð og lunknum húmor hafði lag á því að láta öllum líða vel nærri sér.
Þannig man ég eftir frænda mínum þegar leiðir okkar lágu saman í Hólabrekku og síðar hjá BSRB á níunda og tíunda áratugnum. Mér þótti alltaf styrkur af því að eiga hann að frænda og vini ...
Lesa meira

.. Karl var gestur þriðjudags Kastljóss Ríkissjónvarpsins ásamt Ólafi Stephensen, sem fyrir hönd hagsmunaðila í innflutningi talaði nú sem fyrri daginn fyrir óheftum innflutningi á grænmeti og hráu kjöti. Á honum var svo að skilja að allur vandi væri úr sögunni ef eftirlit væri fyrir hendi. Í þættinum vitnaði hann í ónafngreinda sérfræðinga og spurði hvort Karl vildi banna ferðamönnum að koma Íslands því vitað væri að þeir gætu borið með sér hættulegar bakteríur. Allt hefur þetta heyrst áður þótt ekki sé eins mikill vindur í mönnum og stundum fyrr. Karl svaraði því til, rökfastur sem endranær, að okkur bæri að ...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum