ER VARASAMT AÐ HAFA KJÖRNA FULLTRÚA Á GÓÐUM LAUNUM?

seðlaveski.PNG

Í upphafi vil ég taka fram að þótt skattlagning á eldsneyti gangi ekki öll til samgöngumála, einsog nú er raunin, heldur einnig til heilbrigðismála svo dæmi sé tekið, þá er ég fullkomlega samþykkur því.

Þá vil ég taka fram að ég get vel séð fyrir mér að í framtíðinni taki skattlagning fyrir samgöngumál breytingum, þá sérstaklega þegar rafmagnsbílar eru komnir í stað bensínbíla. Sá tími er hins vegar ekki upp runninn. Langt í frá, jafnvel þótt breytingar séu örar.

Allt er hins vegar á blússandi ferð með veggjöldin; áform eru að taka á sig mynd um að tolla okkur sérstaklega fyrir að aka um vegina samkvæmt formúlu peningafrjálshyggjunnar, þeir borgi sem njóta!

Sigurður Ingi samgönguráðherra hefur samkvæmt fréttum fengið einhverja sveitarstjórnarmenn á suðvesturhorninu til að skrifa upp á hugmyndir tvíburaforvera síns, Jóns Gunnarssonar, um að tolla vegfarandur, setja eins konar nefskatt á bíla.

Svo er að skilja að þessu fólki finnist vera smámál að borga sig inn á vegina umfram það sem nú er. Skyldi þessi afstaða nokkuð tengd efnahag og heimilisbókhaldi? 

Hvernig skyldi háttað jarðtengingu kjörinna fulltrúa?

Fréttabréf