Greinar Október 2018
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.10.18.
... Hlýnun jarðar var að sjálfsögðu mál málanna á nýafstaðinni Arctic Circle ráðstefnu, hinni sjöttu sinnar tegundar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, stendur fyrir. Framtak Ólafs Ragnars er stórmerkilegt og hlýtur að teljast til afreksverka eins og þau gerast mest ... Arctic Circle er merkilegt framlag Íslands til umræðu sem er mannkyninu öllu lífsnauðsynleg í óhugnanlega bókstaflegri merkingu. Valkostirnir eru vistkreppa eða náttúruvernd eins og Hjörleifur Guttormasson sagði fyrir tæpri hálfri öld. Því miður reyndist hann sannspár ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 23.10.18.
Sendiherrar átta NATO-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að ...
Lesa meira

... Allt frá árinu 2014 hefur Rússum verið meinað að sækja þing Evrópuráðsins. Þaðan voru þeir reknir, fyrst til hálfs árs og síðan með framlengingum vegna íhlutunar Rússa í Úkraínu og innlimunar Krímskagans sérstaklega. Við svo búið hótuðu Rússar að hætta að borga til þingsins og kom að því að þeir gerðu alvöru úr þeirri hótun. Eftir sem áður áttu þeir þó aðild að stofnanakerfi ráðsins en áhöld um hve lengi þeir vilji búa við þann skarða hlut í Strassborg að vera meinaður aðgangur að sjálfu þingi Evrópuráðsins. Fréttastofa Rikisútvarpsins slær nú eftirfarandi upp sem glænýju neti ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.10.18.
Tíu ár eru frá því að ríkisstjórn Bretlands sendi út opinbera yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar væru hryðjuverkaþjóð og vorum við þar með, í London alla vega, komin undir sama hatt og Al Kaeda og Norður-Kórea. Breska stjórnin þurfti nefnilega lagalega syllu til að ...
Lesa meira
Birtist i Fréttablaðinu 11. október 2018.
Nú á dögum koma fæstir gangandi, hjólandi eða ríðandi til Þingvalla. Flestir koma á bíl. Það er almenna reglan. Þess vegna er almenna reglan líka sú (núorðið) að innheimta aðgangseyri að Þingvöllum á bílastæðinu. Aðgöngumiðinn stendur nú í 750 krónum. Ef fleiri eru í bílnum má til sanns vegar færa að gjaldið fyrir að njóta Þingvalla sé lægra...
Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur verið að reyna
fyrir sér að undanförnu hvort hann komist upp með að seilast ofan í
vasa vegfarenda til að láta þá fjármagna vegabætur á komandi
árum.
Í stað þess að við borgum hvert og eitt eftir efnum og aðstæðum til
uppbyggingar samgöngukerfisins eins og við gerum til annarra
innviða, þá daðrar ráðherrann nú við eins konar notendaskatt í
samgöngukerfinu, segir að einkaframkvæmd hafi gefið gríðarlega góða
raun. Vísar hann þar í Hvalfjarðargöng. Ekki eru þetta miklar
fréttir. Auðvitað safnast peningar ...
Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson, ráðherra í Atvinnu- og
nýsköpunarráðuneytinu, segist vera hættur við að ráða í starf
skrifstofustjóra á sviði landbúnaðar- og matvæla, sem auglýst var
1. júní síðastliðinn. Skipuð hafði verið valnefnd og hæfir
umsækjendur kallaðir til viðtals, þegar öllum að óvörum, ráðherrann
kveður nú uppúr með að hann sé hættur við allt saman. Hann ætli -
rétt si svona - að leggja embættið niður! ...
Hvað skyldi Stjórnskipunar- og eftirlitsnenfnd Alþingis
segja um þetta ráðslag? Sú nefnd á að hafa eftirlit með því að vel
sé farið með fjármuni og góð stjórnsýsla ástunduð
...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 11.10.18.
Nú á dögum koma fæstir gangandi, hjólandi eða ríðandi til Þingvalla. Flestir koma á bíl. Það er almenna reglan. Þess vegna er almenna reglan líka sú (núorðið) að innheimta aðgangseyri að Þingvöllum á bílastæðinu. Aðgöngumiðinn stendur nú í 750 krónum. Ef fleiri eru í bílnum má til sanns vegar færa að gjaldið fyrir að njóta Þingvalla sé lægra. Þetta var slagorðið fyrir hinn andvana fædda ...
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum