Greinar Ágúst 2018
Birtist í
Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, 29.08.18.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, skrifar grein í viðskiptablað Fréttablaðsins,
Markaðinn, miðvikudaginn 15. ágúst undir fyrirsögninni, Harmleikur
almenninganna.
Greinin er svargrein við nýlegu greinarkorni mínu þar sem ég beindi
þeirri spurningu til SA hvort ekki væri ráð að sameinast um að
auðlindir Íslands verði okkar allra. Og nákvæmlega þarna koma
almenningarnir inn með tilheyrandi harmi. Samkvæmt....
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
18/19.08.18.
... Það er ekki að undra að einhverjum kunni að finnast hið
mesta óráð að breyta vatnalögunum og auðlindalögunum sem hér hefur
verið vitnað til. Að ekki sé nú minnst á auðlindaákvæði
stjórnarskrárinnar. Hvort tveggja þarf hins vegar að laga strax!
...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu
13.08.18.
... Óbein yfirráð, hver skyldu þau vera? Hér er vísað til hins
huglæga í mannlegri tilveru. Einhverju sinni kom ég á
íslenskan búgarð þar sem höndlað var með hross. Fleiri gesti bar að
garði, þar á meðal forríka Þjóðverja sem báru ríkidæmi sitt og
valdhroka utan á sér. En bóndanum var engu að síður sýnd
tilhlýðileg kurteisi ef þá ekki virðing. Alla vega töluðust þarna
jafningjar við. Væri íslenski bóndinn orðinn landseti auðkýfinganna
þýsku leikur varla vafi á að ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu
08.08.18.og visi.is 09.08.18.
Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum
atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins.
Þar segir hann að óþarfi sé "að brjálast" yfir uppkaupum auðmanna á
landi og "auðvitað skiptir engu máli", segir hann enn fremur,
"hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það". Það sé
tímabært að ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
04/05.08.18.
... Og það er þarna sem ríkisstjórnin kemur inn í myndina. Í
fyrsta lagi virðist hún ætla að festa í sessi þá ósvinnu að
landeigendur geti rukkað okkur fyrir að njóta sköpunarverksins.
Þetta er grafalvarlegt mál og má furðu sæta að enginn skuli taka
þetta upp í ríkisstjórn eða á Alþingi. Í öðru lagi er
tímamótayfirlýsingin úr Stjórnarráðinu í vikunni um jafnræðið: Eitt
verður yfir alla að ganga, sagði dómsmálaráðherrann, það yrði að
virða jafnræði einstaklinganna. Þannig gengi ekki ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum