Greinar Júlí 2018

Í tilefni af 70 ára afmæli mínu efndi ég til málþings í Norræna
húsinu í Reykjavík þar sem staða mála í verkalýðs- og stjórnmálum
"var tekin út". Spurt var hvort svo væri ef til vill komið
fyrir velferðarþjóðfélaginu, það svo skekið af einkavæðingu og
niðurskurði, að hreinlega þyrfti að finna það upp á nýjan leik.
Vegna þess hve erlendir gestir voru fjölmennir á málþinginu, þá fór
það fram á ensku og því spurt: DO WE NEED TO REINVENT
SOCIETY? Fullt var út úr dyrum, innlendir gestir og
erlendir, víðs vegar að úr þjóðfélaginu ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
21/22.07.18.
... Nú kunna efasemdir Esjunnar að hafa verið óþarfar. Það
breytir því ekki að þetta er það samhengi sem færa þarf umræðuna í,
að meta stærð, hlutföll, samhengi; í stuttu máli, að sýna kurteisi
gagnvart landinu. Ella verður Ísland allt fyrr en varir að ilkynja
kýli á borð við neon-þyrpinguna í Beaune ...
Lesa meira

Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.18.
... Það hefur þó ekki tekist betur en svo, að guðfaðir þessarar
áætlunar hefur aldrei viljað gangast við þessu afkvæmi sínu að
fullu, talið þar um að ræða hálfkarað verk. Hjörleifur Guttormsson,
náttúrufræðingur með meiru, hefur þannig sagt að sjálfan
upphafsreitinn vanti í rammaáætlun. Aldrei sé spurt hve mikið menn
vilji virkja og hvers vegna! Þetta er að sjálfsögðu
grundvallaratriði. Ef á daginn kemur að ...
Lesa meira
Birtist í DV 06.06.18.
Einu sinni var maður í New York sem fór í neðanjarðarlest þar í
borg seint um kvöld. Hann var gríðarlega vel klæddur, með gullúr og
á gullskóm og hann var mikið við skál. Mjög mikið.
Nema hvað þessi flott klæddi maður sofnaði í lestinni. Og svo fast
svaf hann að hann varð einskis var þegar hann var rændur. Hann var
eins og opinn konfektkassi fyrir þjófa. Ekki var nóg með að tekið
væri af honum Rólexúrið gyllta og gullskórnir heldur fötin
öll. Og þegar hann loksins ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum