Fara í efni

ENN UM SÖGU SFR

Hrafn Magnússon
Hrafn Magnússon

Síðasliðið vor kom út saga SFR, Stéttarfélags í almannaþjónustu, Barátta og sigrar í 70 ár. Bókina ritaði Þorleifur Óskarsson, sagnfræðingur. Bókin hefur fengið lofsamlega dóma. Er það minn spádómur að sagnfræðingar muni reiða sig á þetta rit sem grundvallarrit í söguskráningu verkalýðsbaráttunnar, einkum innan almannaþjónustunnar á síðari hluta tuttugustu aldar og fyrstu árum þessarar aldar.

Þeim mun mikilvægara er að kalla fram umræðu um ritið og þá helst sýn þeirra sem voru sjálfir í hringiðu atburða, ekki síst ef þeir telja að áherslur hefðu mátt vera aðrar um tiltekna þætti. Hrafn Magnússon sem var framkvæmdastjóri SFR um tveggja ára skeið um miðjan áttunda áratug síðustu aldar (1973-5) birtir grein hér á síðunni og fer almennt lofsamlegum orðum um bókina þótt hann komi einnig athugasemdum á framfæri. Grein Hrafns ber fyrirsögnina Leiftursókn frá hægri. Þar segir hann frá átakafundi árið 1975 þar sem stjórnmálin komu við sögu en Hrafn telur að þá hafi orðið þáttaskil: Um nokkur straumhvörf var að ræða að mínum dómi, þar sem úrslit fundarins endurspegluðu fráhvarf frá flokkspólitískum baráttuaðferðum Sjálfstæðisflokksins um völd innan verkalýðshreyfingarinnar." Grein Hrafns Magnússonar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/hrafn-magnusson-skrifar-leiftursokn-fra-haegri