ER VERIÐ AÐ SEGJA OKKUR SATT UM STRÍÐIÐ Í SÝRLANDI?

fundur _MARS _ ÖJ
Næstkomandi laugardag klukkan tólf á hádegi er boðið til fundar í Safnahúsinu við Hverfsgötu með bresku rannsóknarblaðakonunni Vanessu Beeley. Á fundinum mun hún fjalla um stríðsátökin í Sýrlandi en fyrst og fremst um fréttaflutning af stríðinu og hennar eigin reynslu af vettvangi.

Vanessa heldur því fram að fréttaflutningur frá Sýrlandi sé mjög tengdur hagsmunum stórveldanna og er hún þá sérstaklega gagnrýnin á Vesturveldin, Sádí Arabíu og bandalagsríki þeirra í Mið-Austurlöndum, ekki síst Ísrael. Segir hún þessi ríki einskis hafa svifiist til að koma á stjórnarskiptum í Sýrlandi og hafi öfgahópum og leppherjum verið beitt í því skyni, Færir hún fyrir þessu rök og tilgreinir dæmi.

Vanessa Beeley hefur á undanförnum þremur árum ferðast um Sýrland og kynnt sér ástandið á vettvangi atburða. Talar hún því af eigin reynslu.

Fundurinn mun ekki standa lengur en í rúma klukkustund en hann fer að mestu leyti fram á ensku.

Ég hvet öll áhugasöm um málefnið að mæta!
Fundur - mars -NEÐST
https://www.facebook.com/tilrottaekrarskodunar/?pnref=story

Fréttabréf