Greinar Mars 2018
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
30/31.03.18.
"Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið taka þátt í samstilltum
aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum
Salisbury í upphafi mánaðarins. Árásin er alvarlegt brot á
alþjóðalögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Efnavopnum hefur
ekki verið beitt í álfunni frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið
ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar." Svona
er upphafið á fréttatilkynningu frá Stjórnarráði Íslands
...
Lesa meira
Ja,
hvað skyldi það vera? Ekki þykir mér greinin slæm. Og til að
eitthvað sé verra þarf eitthvað að vera slæmt.
Þvert á móti þá þykir mér grein Þórarins Hjartarsonar,
Heimstyrjaldarhorfur mjög góð og tvímælalaust til umhugsunar.
Þ
að versta við þessa grein er ekki greinin sjálf, heldur að hún
skuli ekki hafa fengist birt í því blaði sem fékk hana senda til
birtingar, Fréttablaðinu.
Nú hefur greinin hins vegar birst á fréttavefnum vísir.is og síðan
á feisbókarsíðu höfundarins með þessum yfirlætislausu
kynningarorðum ...
Lesa meira

Þetta er veruleikinn. NATÓ hefur enn einu sinni sýnt okkur sinn
innri mann. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ pakkar
stuðningi sínum við ofbeldi Tyrkjahers í Afrin í Norður Sýrlandi að
sjálfsögðu inn í umbúðir eins og stundum áður. Formúlan er þessi:
Tyrkir "hafa rétt á að verja sig." Tilefni ummæla NATÓ
foringjans eru gegndarlausar loftárásir Tyrkjahers og kjölfarið
tortíming á jörðu niðri í Afrin héraði í Norður-Sýrlandi með þeim
afleiðingum að hundruð þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín,
sem oftar en ekki eru rústir einar. Tyrkir þurfi vissulega að
...
Lesa meira

Í kvöld var ég ræðumaður á útifundi í Strasbourg gegn
hernaðarofbeldinu í Afrin í kúrdíska hluta Norður Sýrlands. Sem
kunnugt er hefur tyrkneski herinn náð Afrin borg á sitt vald með
skefjalausu ofbeldi og hrakið þorra íbúanna á brott. Eftir að
sjá myndbönd af framferði tyrkneska hersins í Kúrdahéruðum
Tyrklands í vitnaleiðslum í París í síðustu viku get ég gert mér í
hugarlund ástandið í Afrin og héraðinu umhverfis sem ber sama nafn;
mannfall mikið, heilu byggðirnar og borgarhverfi í rústum, hundruð
þúsunda manna á vergangi.
Í ræðu minni vísaði ég meðal annars til ...
Lesa meira

Smám saman er taugaveiklunin vegna fundarins sem efnt var til í
Safnahúsinu að rjátla af fréttamönnum sem fundu því allt til
foráttu að fá hingað til lands rannsóknarfréttakonu sem sögð var
draga taum Sýrlandsstjórnar. Gerði hún það? Það má til sanns vegar
færa að svo hafi verið. En þá verða menn líka að hafa heiðarleika
til að bera til að setja afstöðu hennar í rétt samhengi. Vanessa
Beeley hefur minnt á þá staðreynd að Sýrland hafi verið eitt þeirra
ríkja sem Bandaríkjastjórn hafði sett á lista yfir ríki þar sem
þörf væri á "regime change", með örðum orðum að ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
17/18.03.18.
... Öllu þessu hafði ég fengið að kynnast á ferðum mínum til
þessara svæða og í frásögnum og skýrslum en þegar maður fékk þessa
inngjöf í sálarlífið, skipulega fram setta og hlustað var á
þau sem áttu alla þessa þjáningu í vitund sinni, þá held ég að það
hafi verið sameiginleg viðbrögð allra sem á hlýddu, að nú væri
komið að okkur; að gera allt sem í okkar valdi stæði til að stöðva
hryllinginn. Þrjú hundruð áhorfendur grétu ...
Lesa meira

Ef við gæfum okkur,
að rannsóknarblaðakonan Vanessa Beeley, sem flutti erindi sl.
laugardag um sína sýn á fréttaflurning af Sýrlandsstríðinu, væri
persónuleg málpípa Assads Sýrlandsforseta... Ef við gæfum
okkur að ástralski fræðimaðurinn Tim Anderson, sem
skrifaði bókina, The Dirty War against Syria, sem nú hefur verið
þýdd á íslensku, væri ný-nasisti og verði stjórnarhætti í
Norður-Kóreu og ...Ef við gæfum okkur að ég
væri Rússasleikja, "miðaldra karl með Rússablæti" ....Ef
við gæfum okkur að allt þetta væri satt og rétt (sem það núttúrlega
ekki er!) ... Gæti það engu að síður ekki
staðist að þrátt fyrir þetta kunni ...
Lesa meira

... Vanessa nýtur virðingar víða um heim en því fer fjarri að
hún sé óumdeild. Sumir gagnrýna hana málefnalega en þau eru einnig
til sem telja sig ekki þurfa að hlusta á rök hennar og upplýsingar
heldur afgreiða hana eins og þeim þóknast best sem vilja forðast
gagnrýna umræðu. Í kynningu á fundinum var send út fréttatilkyning
til allra fjölmiðla, nokkrum fréttamönnum skrifað ég beint, þar á
meðal nokkrum fréttamönnum á RÚV. Ekki fékk ég svar en þegar einn
skipuleggjenda skrifaði einum af fréttamönnum Sjónvarps til
viðbótar, stóð ekki á svari sem hann sendi frá sér nær samstundis
...
Lesa meira

Næstkomandi laugardag klukkan tólf á hádegi er boðið til fundar
í Safnahúsinu við Hverfsgötu með bresku rannsóknarblaðakonunni
Vanessu Beeley. Á fundinum mun hún fjalla um
stríðsátökin í Sýrlandi en fyrst og fremst um fréttaflutning af
stríðinu og hennar eigin reynslu af vettvangi.
Vanessa heldur því fram að fréttaflutningur frá Sýrlandi sé mjög
tengdur hagsmunum stórveldanna og er hún þá sérstaklega gagnrýnin á
Vesturveldin, Sádí Arabíu og bandalagsríki þeirra í
Mið-Austurlöndum, ekki síst Ísrael. ... Fundurinn mun ekki standa
lengur en í rúma klukkustund en hann fer að mestu leyti fram á
ensku. Ég hvet öll áhugasöm um málefnið að
mæta!... https://www.facebook.com/tilrottaekrarskodunar/?pnref=story
Lesa meira

Forystufólk Samfylkingarinnar, núverandi og fyrrverandi, hvatti
til þess á landsfundi sínum að samfylkingarfólk hlífði VG í
gagnrýni sinni en einbeitti sér þess í stað að Sjálfstæðisflokknum,
hinum raunverulega "óvini". Ég er sammála því að
Sjálfstæðisflokkurinn er raunverulegur andstæðingur
félagshyggjunnar. En hvers vegna? Vegna þess að hann hefur reynst
vera málsvari auðhyggjunnar, ekki aðeins í orði heldur hefur hann
einnig sýnt það í verkum sínum. En eru það þá ekki verkin og
málefnin sem á að gagnrýna? Og á ekki að gera það, sama hver á í
hlut? Þá myndi ég nú leyfa mér að bæta ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum