STYÐJUM BARÁTTU GEGN EINKAVÆÐINGU BRESKA HEILBRIGÐIDSKERFISINS

Hawking og Pollock
Málssókn er hafin gegn breskum stjórnvöldum vegna einkavæðingar heilbrigðiskerfisins, Natioanal Helath Service. Látið skal á það reyna hvort einkavæðingin standist lög. Í fararbroddi eru þekktir vísindamenn og fræðimenn og einstaklingar með reynslu innan stjórnsýslunnar.

Hinn heimskunni vísindamaður Stephen Hawking hefur reyndar gert grein fyrir veru sinni í þessari framvarðarsveit með þeim rökum að hann væri ekki lífs væri það ekki vegna öflugrar opinberrar heilbrigðisþjónustu. Þarna er líka Allyson Pollock, læknir, fræðimaður og óþreytandi baráttukona fyrir almannarekinni heilbrigðisþjónustu. Hún kom hingað til lands á vegum BSRB fyrir nær hálfum örðum áratug. Allyson Pollock er einn öflugasti talsmaður almannrekinnar heilbrigðisþjónustu og er oftar leitað til hennar í fjölmiðlum í því samhengi en flestra annarra.

Miklir peningar hafa safnast frá almenningi vegna málssóknarinnar en þörf er á frekari framlögum, því ef ekki tekst að safna tiltekinni upphæði fyrir lok þessa mánaðar þá verður ekki haldið áfram með málsóknina.

Fyrir þessu er gerð grein (á ensku) á slóðinni hér fyrir neðan. Þar gefst fólki kostur á að leggja fram peninga sem þó verða ekki innheimtir nema settu söfnunarmarki verði náð. Ég hvet alla sem vilja leggja þessari baráttu lið að styðja hana í verki með framlögum eins og hér gefst kostur á.

Niðurbrot á almannaþjónustu er fjölþjóðlegt mein sem við verðum að sameinast um að hrinda af okkur, óháð landamærum ríkja!
https://www.crowdjustice.com/case/jr4nhs-round3/     

Fréttabréf