Greinar Febrúar 2018
Birtist í Morgunblaðinu 26.02.18.
Það var mikið lán fyrir Íslendinga að standa utan
Evrópusambandsins þegar fjármálakerfið hrundi haustið 2008, hvað þá
ef við hefðum verið búin að taka upp evru sem gjaldmiðil. Þá hefðum
við fengið að kynnast þumalskrúfunum sem grísk þjóð hefur mátt þola
eftir að samansúrrað valdakerfi fjármálamanna og erindreka þeirra í
stjórnkerfi Evrópusambandsins tók ákvörðun um að láta gríska
skattgreiðendur borga lánveitendum lán sem með sviksemi hafði verið
þröngvað upp á Grikkland. Þetta reyndu vel að merkja Bretar og
Hollendingar gagnvart okkur þegar þvinga átti Ísland til að
lögfesta skuldbindingar íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. ESB
reyndi þá ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 22.02.18.
Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér
hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að
halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða
sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn
- en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja
Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast
fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta
byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar
var líka talað um ...
Lesa meira

Þá er komin fram sýknukrafa af hálfu setts ríkissaksóknara
í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnssmáli ... Ég vil
ganga svo langt að segja að í þessari ákvörðun sé fólginn
mikilvægur sigur réttarkerfisns. "Mikil hætta var á
því að málið hefði dagað uppi ef ekki hefði verið sett á laggirnar
starfsnefnd undir formennsku Arndísar Soffíu
Sigurðardóttur, sem hóf störf haustið 2011 ...
Starfsnefndina skipuðu auk Arndísar, Haraldur
Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik
Sigurðsson sálfræðingur. Með starfshópnum starfaði
Valgerður María Sigurðardóttir, starfsmaður
innanríkisráðuneytis og þá naut starfshópurinn sérstakrar
sérfræðiráðgjafar dr. Gísla H. Guðjónssonar,
réttarsálfræðings, en hann gaf einnig skýrslur fyrir
endurupptökunefnd." Í pistlinum þar sem þessa klausu era ð
finna greinir nánar frá ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
17/18.02.18.
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Bíum bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram um fjalla kamba
að leita sér lamba.
Hver þekkir ekki hljómfögru barnagælurnar sem skáldin hafa
eftirlátið okkur til að syngja börnin okkar í svefn, dreifa huga
þeirra, þar til Óli lokbrá tekur völdin ...
Lesa meira

... Þetta er formáli að netslóðnni hér að neðan. Hún vísar á
greinaflokk eftir Atla sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári.
Þessar greinar eru mjög fróðlegar, vel skrifaðar, af innsæi og
þekkingu. Nú vill svo til að mér er kunnugt um að gestur okkar
Íslendinga, Zoe Konstantopoulou, sem fram kom á opnum fundi í
Safnahúsinu síðastliðinn laugardag, verður í ítarlegu viðtali við
Egil Helgason í Silfri Sjónvarpsins á sunnudag. Mér segir hugur að
lestur greina Atla sé ágætur undirbúningur ...
Lesa meira

... Hinn heimskunni vísindamaður Stephen Hawking hefur reyndar
gert grein fyrir veru sinni í þessari framvarðarsveit með þeim
rökum að hann væri ekki lífs væri það ekki vegna öflugrar
opinberrar heilbrigðisþjónustu. Þarna er líka Allyson Pollock,
læknir, fræðimaður og óþreytandi baráttukona fyrir almannarekinni
heilbrigðisþjónustu. Hún kom hingað til lands á vegum BSRB fyrir
nær hálfum örðum áratug. Allyson Pollock er einn öflugasti
talsmaður almannrekinnar heilbrigðisþjónustu og er oftar leitað til
hennar í fjölmiðlum í því samhengi en flestra annarra.
Miklir peningar hafa safnast frá almenningi vegna málssóknarinnar
en þörf er á frekari framlögum, því ef ekki tekst að safna
tiltekinni upphæði fyrir lok þessa mánaðar þá verður ekki ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
3/4.02.18.
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn, var
næmur á vilja verktaka og fjárfesta í vegamálum. Þeir vilja sem
kunnugt er allt í einkaframkvæmd. Ekki svo að skilja að
vegaframkvæmdir séu ekki nánast allar boðnar út. Þessir aðilar
vilja hins vegar meira, bæði sitja að uppbyggingarstarfinu og
einnig fá í hendur skattlagningarvald yfir mér og þér. Með öðrum
orðum, þeim er ekki nóg að hagnast á vegaframkvæmdunum. Þeir vilja
líka geta grætt á því sem fram fer ofan á vegunum fullkláruðum,
okkur sem ökum um þá. Og inni í þessum pakka vilja þeir helst líka
hafa flugvellina og hafnirnar. Ég heyri ekki betur en Sigurður Ingi
Jóhannsson ...
Lesa meira
Það virtist vera samdóma álit þeirra sem sóttu fundinn í
Safnahúsinu í dag með þeim Zoe Konastantopoulous
og Diamantis Karanastasis að fundurinn hafi verið
afar fróðlegur og upplýsandi.
Morgunblaðið gerði fundarboðinu góð skil með
ítarlegu viðtali við Zoe
Konastantopoulous og í leiðara blaðsins í dag eru
áhersluatriði hennar tekin til skoðunar. Til umhugsunar er hve
mikilvægt það er að fjölmiðlar aðstoði við að kynna fundi af þessu
tagi sem ekki njóta stuðnings annarra en þeirra sem þá sækja.
Hrollvekjandi - og ég vel orðið af yfirvegun - var að hlýða á
frásögn af hlutskipti Grikkja eftir að þeir undirgengust klafa
...
Lesa meira

Boðið er til fundar kl. 12 á laugardag í Safnahúsinu,
Hverfisgötu um stöðu og horfur í grískum stjórnmálum með
þátttöku tveggja baráttumanna sem hafa verið virkir leiðtogar í
baráttu grísks almennings gegn alþjóðlegu auðvaldi, Zoe
Konstantopoulou og Diamantis
Karanastasis. Konstantopolou var í fremstu víglínu þegar
Syriza vann sögulegan kosningasigur sinn í janúar árið 2015 og
hefur í kjölfarið verið áberandi í grískum stjórnmálum.
Konstantopoulou og Karanastasis flytja stutt erindi hvort og að því
búnu gefst tækifæri til fyrirspurna og athugasemda. Fundinum verður
lokið í síðasta lagi klukkan 13:30. Zoe
Konstantopoulou er ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 31.01.18.
... Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum
ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er
það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, "því
miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því
skilning að þau eru trúnaðarmál". Með
hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs
þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr
jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er
tryggður.
Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi
stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi
undir handleiðslu skömmtunarstjóra ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum