MEGI FRIÐUR, FJÖR OG FARSÆLD FYLGJA YKKUR Á KOMANDI ÁRI

Ögmundur og Margrét Helga II
Um áramótin bárust margar góðar kveðjur inn á heimili mitt. Sumir skrifa fréttabréf sem er skemmtilegur siður, aðrir senda kort með mörgum eða fáum orðum, allt eftir atvikum. Það er líka góður siður. Margt gott og skemmtilegt er sagt í þessum kveðjum og er þetta notaleg lesning út jóladagana eða þar til lokahnykkurinn kemur á 13. degi jóla.

Fyrirsögnin á þessari nýárskveðju minni til lesenda síðunnar tek ég úr jólakveðju sem barst frá góðum gamalgrónum vinum, Óskari og Kristínu, Véum í Reykholti í Borgarfirði.

Ekki er hægt að orða nýárskveðju betur.

Ég óska öllum friðsældar og að heimurinn verið friðsamari á komandi ári. En þar með er ekki beðið um lognmollu. Friður má aldrei ríkja um ranglæti, þá þarf að rugga bátnum og auk þess á lífið ð vera fullt af fjöri og lífsgleði.

En ofar öðru er ykkur öllum óskað farsældar á komandi ári.

Á myndinni erum við Margrét Helga Jónsdóttir að horfa inn í gneistandi stjörnuljós í þann mund sem gamla árið kvaddi og nýtt ár gekk í garð.  

Fréttabréf