Greinar 2017

Það er ágætur siður stjórnmálamanna að setja fram æviminningar
sínar á prenti. Ekki endilega vegna þess að þær séu alltaf
áreiðanlegustu heimildir um hvað á daga þeirra dreif heldur vegna
þess að slíkar ævisögur varpa iðulega ljósi á þá sjálfa. Nýútkomin
ævisaga Jóhönnu Sigurðardóttur, sem Páll Valsson færði í letur, er
þannig fyrst og fremst heimild um manngerð hennar sjálfrar,
samskipti hennar við samferðarmenn, sanngirni í þeirra garð eða
skort á sanngirni eftir atvikum því í bókinni er það hún sem eðli
máls samkvæmt er til frásagnar og svo að sjálfsögðu sýn hennar á
samtíð og framtíð og þá drauma sem hún hefur borið í brjósti. Ef
til vill væri nær að tala um ...
Lesa meira

... Nú vill svo til að vörur þessara verslana verða áfram
skattlagðar enda ekki í valdi Húsamiðjunnar og Blómavals að ráða
skattlagningu á vörum sínum. En öðru ráða þessar verslanir og það
er eigin álagningu. Hvers vegna ekki segja viðskiptavininum að til
standi að lækka álagningu eða afleggja hana með öllu í fáeina
daga?
Eflaust mætti þýða þetta yfir á ensku ef menn vilja fremur auglýsa
á því tungumáli :A few days without profit in Húsasmiðjan
and Blómaval! Og fyrst enskan er annars vegar þá má spyrja
hvort það sé í samræmi við vel auglýsta málstefnu Reykjavíkurborgar
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
25/26.11.17.
Eldri Reykvíkingar muna án efa eftir þessari flennifyrirsögn sem
slegið var upp á stærsta húsvegg Reykjavíkur, Nýja bíói, sem gnæfði
innaf horni Lækjargötu og Austurstrætis: Dagleg ánægja milljóna
manna. Og hver skyldi hafa hlotið þennan heiðurssess í
borgarmyndinni; hvað var það sem talið var veita milljónunum svo
ríka ánægju að ástæða þótti til að slá því upp með þessum hætti?
Gleðigjafinn góði var Wrigley tyggigúmmí! Tvær þrjár
tyggjóplötur voru undir fyrirsögninni og svo áberandi voru þær að
sérhvert gestkomandi auga gat ekki farið á mis við boðskapinn.
Eftir nokkurra ára sambýli við tyggigúmmíið ...
Lesa meira

... Þegar ég var ungur að árum sótti ég stundum messu í
Kristskirkju, á Landakotshæðinni í Reykjavík. Ekki vegna þess að ég
væri kaþólskrar trúar eða mikillar trúar yfirleitt, heldur vegna
þess að vinir og leikbræður ... áttu kaþólska foreldra sem
sóttu kirkju og við strákarnir fengum stundum að fljóta með þegar
haldið var til messu á sunnudögum. Mér fannst þetta ágætur siður,
hátíðlegt að sjá litskrúðug klæðin, finna ilminn af reykelsinu,
hlusta á sönginn og prestana tala og tóna. Á þessum tíma fóru
þessar helgiathafnir fram á latínu þannig að maður skildi ekki orð
af því sem sagt var. Allt var þetta því fyrst og fremst stemning,
hughrif og kannski ...
Lesa meira
Á eftirfarandi hátt skapast hugrenningatengslin sem raða þessum
mönnum saman í fyrirsögn: Nýlega sótti ég samkomu í Norræna húsinu
til minningar um Sigurjón Friðjónsson en á þessu
ári eru eitt hundrað og fimmtíu ár liðin frá fæðingu hans norður í
Þingeyjarsýslu. Athygli mín beindist að þessum gáfaða og djúphygla
manni fyrir nokkuð löngu síðan en samstarfskona mín til margra ára
á BSRB, Svanhildur Halldórsdóttir, er barnabarn
hans. Svanhildur sem augljóslega er barnabarn afa síns, færði
mér að gjöf rit hans, Skriftamál einsetumannsins,
eftir að ég hafði beðið hana að segja mér af honum. Skemmst er frá
því að segja að ég heillaðist af ...
Lesa meira

... Hér nefni ég málstofurnar sérstaklega en á þinginu fór fram
lífleg almenn umræða um aðskiljanleg málefni, bæði sem sneru að
samtökunum inn á við en einnig út á við. Þess má geta að
þegar jafnréttismál bar á góma hlaut Ísland lof fyrir jákvæða
viðleitni og þegar í ljós kom að þingið sætu
fulltrúar félagasamtaka sem hefðu komið á kröftugan hátt
að jafnréttisbaráttunni, þá kvað við dynjandi lófaklapp
Íslendingunum til heiðurs. PSI hefur komið mjög að þeim
málum sem heitast brenna á heimsbyggðinni, efnalegri misskiptiungu,
heilbrigðisvanda fátækra þróunarlanda ... gegn einkavæðingu og
alþjóðlegum viðskiptasamningum að því leyti sem þeir eru á
forsendum fjármagnisins og á kostnað almennings ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
11/12.11.17.
Ekki veit ég hvar Air Connect (Flugfélag Íslands) vill
hafa flugvelli á Íslandi en hitt veit ég að forsvarsmenn Icelandair
(Flugleiða) telja koma til álita að slétta the Sharp-edged
lavafield (Hvassahraun) þannig að Reykjanesið verði nær allt
rennislétt og malbikað með tvo alþjóðaflugvelli og tilheyrandi
samgöngukerfum á landi. Nýlega var viðruð hugmynd um að malbika
undir alþjóðaflugvöll við Höfn í Hornafirði og ekki ætlar Ölfusið
að verða útundan og vill nú fá sinn alþjóðaflugvöll. Svo er að
skilja að bæjarstjórnin í Árborg sé að kanna hvort mögulegt sé að
steypa sléttlendið norður af Eyrarbakka og ...
Lesa meira

Ég var að ljúka við að horfa á þætti Ævars Kjartanssonar um
Lúther en tilefnið er að liðin eru 500 frá Siðbót Lúthers. Ævar var
á vettvangi, leiddi okkur inn í alla leyndardóma og það verður að
segjast eins og er að það er meira en lítið sem vinnst við að segja
okkur frá áhrifum Lúthers við hliðina á borðinu þar sem hann
sjálfur hafði setið við skriftir og ganga um sömu dyr. Og
sjónvarpsmaðurinn frá Grímsstöðum á Fjöllum veit að við þurfum að
sjá meira en eitt skrifborð, hús, garða og götur, við þurfum líka
að sjá landslag. Allt þetta fylgdi með í pakkanum auk viðmælenda
sem ekki voru af verri endanum. Ég hygg að ekki standi margir
...
Lesa meira

Birtist einnig á visir.is
Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur
hvatningu á þessum degi en 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur
gegn einleti. Tildrög þessa er samstarf sem við undirrituð áttum á
árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt
aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal
að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á
við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu.
Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án
efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar ...
Lesa meira

Föstudaginn 26.október og laugardaginn 27. október var ég gestur
á ráðstefnu vinstri sósíalista í Aþenu í Grikklandi. Í forsvari
fyrir þennan hóp er Zoe Konstantopoulou, forseti
gríska þingsins á fyrstu mánuðum í valdatíð Syriza flokksins en hún
sagði hins vegar af sér því embætti og þingmennsku þegar Syriza
gekk í björgin sem kalla má svo, þegar flokkurinn undirgekkst
Evrópusambandsskilyrðin þvert á úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar
frægu í júlí árið 2015 ... Annar gestur á ráðstefnunni var franski
sósíalistinn Jan-Luc Mélenchon, sem fékk rétt tæp
20% í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fyrr á þessu ári með
rúmlega 7 milljónir atkvæða, og var því hársbreidd frá því að
...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum