SKYLDUMÆTING Í 100 ÁRA AFMÆLI!

Bakteria II
Á fimmtudag, 14. desember, klukkan 15

, heldur Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans upp á 100 ára afmæli sitt. Afmælisfundurinn verður haldinn í Veröld  - húsi Vigdísar en á hann er boðið heimsþekktum erlendum fræðimanni, Lance Price, prófessor við George Washington University í Bandaríkjunum og mun hann halda erindi um kjöt og sýklalyfjaónæmi.

Þau sem aðgang hafa að fésbók geta kynnt sér fundinn nánar hér:
https://www.facebook.com/events/327199304426971/

Dagskráin er:
15:00-15:05 Setning, fundarstjóri próf. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir
15:05-15:15 Stutt ágrip af sögu Sýkla- og veirufræðideildar, próf. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.
15:15-16:00 "Meat, trade and antibiotic resistant infections", próf. Lance Price, George Washington University.
16:00-16:15 Fyrirspurnir og umræður

Eftirfarandi er stuttur fyrirlestur sem Lance Price flutti á YouTube (Ted-X) um Factory farms, antibiotics and superbugs. https://www.youtube.com/watch?v=ZwHapgrF99A

Hér er fjallað um mál sem brennur á mörgum en ætti að brenna á öllum. Því er mikilvægt að við leggjum öll við eyrun þegar færustu vísindamenn heims á þessu sviði sækja okkur heim. Fyrir þá sem taka ákvarðanir um innflutning á hrárri og ferskri matvöru og einnig fjölmiðlafólk sem á að standa vaktina fyrir okkur, þykir mér þessi fundur vera skyldumætingarfundur. Hið sama má reyndar segja um okkur hin sem áhuga höfum á heilbrigði manna og dýra.

Um leið og ég óska Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til hamingju með afmælið tek ég ofan fyrir því fólki sem þar starfar og er óþreytandi að halda okkur upplýstum um staðreyndir sem ýmsir hagsmunaaðilar vilja helst þagga.  

Fréttabréf