Fara í efni

BREYTTIR TÍMAR?

Blaðhausar
Blaðhausar

Árið 2007 voru birtar færslur með hótunum í garð nafngreindra kvenna um nauðganir og annað gróft ofbeldi. Færslurnar voru ógnandi og ofbeldi í sjálfu sér.

Þessar færslur urðu opinberar og vöktu óhug og reiði. En rétt er að hugleiða hvort viðbrögðin á þessum tíma hafi í reynd verið í samræmi við tilefnið, hvort þau hefðu ekki þurft að verða miklu meiri. Því mikil voru þau ekki þegar horft er til baka.

En nú spyr ég, hver hefðu viðbrögðin orðið í dag?

Ég leyfi mér að efast um að nokkur hefði nú vogað sér að skrifa opinberlega á þann veg sem gert var, einfaldlega vegna þess að allir hefðu nú mátt gera sér grein fyrir því hve heiftarleg viðbrögðin yrðu.

Þetta hefur áunnist með þeirri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi sem nú hefur átt sér stað.

Sjálfur brást ég á sínum tíma við þessum ofbeldisskrifum í fjórum fjölmiðlum samtímis:

https://www.ogmundur.is/is/greinar/otholandi-ad-vera-hotad

https://www.ogmundur.is/is/greinar/til-varnar-lydraedinu

https://www.ogmundur.is/is/greinar/sjalfum-mer-til-varnar

https://www.ogmundur.is/is/greinar/raedum-saman-malefnalega