Fara í efni

BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SÖNG INN JÓLIN

Breiðfirsk jólalög 2
Breiðfirsk jólalög 2

Hjá mér byrja jólin á tónleikum Breiðfirðingakórsins. Gleðileg jól, ljóð Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka við lag Händels var upphafslagið og síðan komu þau koll af kolli, Ave Maria, Sigvalda Kaldalóns var þarna að sjálfsögðu, tvö lög eftir kórstjórann Julian Michael Hewlet. Einsöngvari var Hanna Dóra Sturludóttir sem söng yndislega vel og náði stemningunni þangað sem hún þurfti að komast og gott betur. Frábær söngkona! Og þegar Ó helga nótt, Fögur er foldin, Aðfangadagskvöld jóla og Heims um ból höfðu verið sungin undir lok tónleikanna var þetta fullkomnað: Jólin voru gengin í garð. Alla vega í mínu hjarta. Þakkir til Breiðfirðingakórsins.