Greinar Október 2017
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
28/29.10.17.
Skattar sem lagðir eru á okkur taka á sig margar myndir. Talað
er um almenna skatta og er þá átt við greiðslur í opinbera sjóði
til að fjármagna sameiginlegan rekstur þjóðfélagsins. Þessir
skattar geta verið með ýmsu móti, þrepaskiptir og með
skattleysismörkum. Svo eru það óbeinu skattarnir á borð við
virðisaukaskattinn, sem tengjast þá einstaklingsbundinni neyslu. Að
lokum eru það álögur sem ganga lengra í þessa átt, til dæmis gjöld
í heilbrigðisþjónustunni þar sem sjúklingurinn borgar beint úr
eigin vasa eða þá vegfarandi fyrir að nýta samgöngukerfið. Öll
þessi mismunandi gjaldtaka á það sammerkt að fjármagna smíði og
rekstur innviða samfélagsins. Almennt séð hafa hægri menn verið
...
Lesa meira

Lögbann hefur verið sett á Stundina og sömu tilburðir munu vera
uppi gagnvart Guardian líka, eftir því sem fréttir herma, til að
koma í veg fyrir að okkur berist upplýsingar um siðleysi í
fjármálaheiminum sem í þokkabót kunni sumar hverjar að tengjast
stjórnmálum ... Við þessu er bara eitt orð. Það er orðið
NEI! Vonandi verða snör handtökin hjá
Hæstarétti að hnekkja þessari lögbannsákvörðun.
Málið er grafalvarlegt. Þær upplýsingar um fjármál
einstaklinga og fyrirtækja eru ekki til sem verðskulda lögbann!
... Sönnunarbyrðin hvílir á bannvaldinu - og síðan að sjálfsögðu
öllum hinum sem þegja eða tala um þetta í hálfum hljóðum eins og
mér sýnist ýmsir fjölmiðlar gera! ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
14/15.10.17.
... Merkilegasta framtak þessara haustmánaða þykir mér vera
plastátakið í september. Þar var á ferðinni fólk sem er að breyta
heiminum ... Fyrst hægt var að stöðva reykingar á breskum
bjórkrám þá er allt hægt. Hér á landi dettur engum lengur í hug að
reykja á fundi eða veitingastað og það hjá þjóð sem heimilaði ekki
aðeins reykingar á fundum heldur einnig í Norðurleiðarútunni sem
hossaðist á ómalbikuðum rykmettuðum vegum klukkutímum saman með
bílveik börn innanborðs. Jafnvel þessu héldu sumir að yrði aldrei
hægt að breyta. En eftir að Ómar, Greenpeace og Hjörleifur
Guttormsson hafa holað steininn í hálfa öld, erum við að
..,
Lesa meira

... Í morgun var haldið til Þingvalla og undirrituðu
þátttakendur fundarins í Digraneskirkju þar yfirlýsingu -
eins konar ákall - um aðgerðir í umhverfismálum. Alltaf þykir mér
stórkostlegt að koma til Þingvalla. Sérlega magnað var það þó í
morgun þegar saman fór einstaklega fagurt veður og velvilji
gestkomenda og gleði þeirra yfir að heimsækja þennan stórbrotna
stað. Urriðinn hrygnir nú og mátti sjá myndarlega urriða í tugatali
undir brúnum á völlunum. Að lokinni þessari athöfn sem leikir og
lærðir sóttu, kirkjunnar menn og aðrir vinir umhverfisins -
séra Gunnþór Ingason (einn helsta frumkvöðulinn að
þessu framtaki) og Ómar Ragnarsson (vin
náttúrunnar númer eitt), nefni ég þar sérstaklega til sögunnar -
var haldið til Reykjavíkur þar sem Ólafur
Ragnar lék á strengi sinnar hörpu ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
30/01.10.17.
.. Þetta kom upp í hugann þegar ég á dögunum gerðist
leiðsögumaður tveggja ungra stúlkna um söfn Reykjavíkur. Þar á
meðal komum við í safn Einars Jónssonar að Hnitbjörgum á
Skólavörðuholti. Var okkur þar vel tekið og sagt margt fróðlegt um
þennan merka listamann. Þar á meðal sáum við frumgerð hans af
styttu Ingólfs Arnarsonar sem nú gnæfir glæsileg, efst á Arnarhóli.
Að lokinni heimsókn okkar í Hnitbjörg lá leiðin einmitt þangað, á
Arnarhól að skoða Ingólf. En hvar var Hallveig, kona
Ingólfs? Við lögðumst í rannsóknarvinnu ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum