Greinar Ágúst 2017

... Gefum okkur að menn velji leið tvö og allar gáttir hafðar
opnar, engar landsöluhömlur til frambúðar; hafa menn þá hugleitt
hve auðvelt það yrði að eignast Ísland? Og ef auðmenn eignast
Mývatnssveitina, Vestfirðina og Borgarfjörðinn og dældu inn
peningum þangað - einsog bent hefur verið á að Kínverjar hafi gert
í Piraeus, hafnarborg Aþenu, eftir að þeir fengu í sínar hendur
höfnina þar - ímynda menn sér að við slíkar aðstæður yrði íbúunum
ekki þungbært að rísa upp af hnjánum frammi fyrir velgjörðarmönnum
sínum? ...
Lesa meira

Eflaust er það af mjög góðum hug að bandaríska
Stríðsminjanefndin (Battle Monuments Commission) vill reisa
minnisvarða við Höfða í Reykjavík ... "Hugmyndin um minnisvarðann
er ekki fullmótuð en vonir standa til að höggvinn verði einfaldur
minningarsteinn úr graníti, um tveggja til þriggja metra hár. Í
steininn verði grafinn stuttur texti sem lýsi framlagi
Bandaríkjanna og Íslands í því augnamiði að stuðla að friði og
frelsi í seinni heimsstyrjöldinni og allt fram til loka kalda
stríðsins ...
Lesa meira

... Þessi ósiður er nú kominn til Íslands illu heilli. Það sjáum
við gerla í fréttaflutningi af hörmulegu morðmáli þar sem
grænlenskur sjómaður er sakaður um að hafa ráðið ungri stúlku í
Reykjavík bana fyrir fáeinum mánuðum. Hverjum skyldu blöðin og
fjölmiðlarnir vera að þjóna? Pyngjunni, er þetta talið selja? Varla
hugsar Ríkisútvarpið á þá leið. Þó segir fréttastofa
Ríkisútvarpsins andstutt æsingafréttir úr dómsal. Kannski til að
vera eins og hinir. Ágætu fjölmiðlamenn, hugsið ykkar gang! Ekki
nærast á ógæfunni...
Lesa meira

Myndirnar verða fimm talsins, og eru mín sýn á Þjóðkirkjuna, í
fyrsta lagi frá bernskuárum, í öðru lagi á mótunarskeiði tánings og
ungs manns sem uppfullur var af áhuga á stríðandi straumum
stjórnmála, heimspeki og þá einnig trúmála, unglings sem var farinn
að koma auga á heiminn en ekki endilega í öllum blæbrigðum hans og
litadýrð. Í þriðja lagi ímynd þjóðkirkjunnar í huga fréttamanns,
sem vildi greina heiminn og skilja, en átti auk þess í samstarfi
við kirkjuna heima og heiman; í fjórða lagi verður mynd af
kirkjunni kljást við breytta tíma ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
19/20.08.17.
... Hitt er nú orðið morgunljóst, að barátta þeirra sem vilja
breytt fyrirkomulag hefur skilað árangri. Fyrir þeirra tilstuðlan
virðist nú vera vilji til að breyta lögum þannig að barnaníðingur
geti aldrei öðlast rétt til að gegna varðstöðu í réttarkerfinu.
Þegar upp er staðið er þetta það eina sem hefur raunverulega
þýðingu. Þegar þessum sigri er náð má segja að annað sé fremur til
þess fallið að þjóna gægjuþörf og löngun til að geta haft þá til
sýnis sem mundað hafa penna sinn í þessu ógæfumáli og þar með
...
Lesa meira
Austurríski hagfræðingurinn Friedrich Hayek,
frjálshyggjupostulinn sem öðrum fremur hvatti til endurreisnar
frjálshyggjunnar upp úr seinna stríði og kom meðal annars hingað
til lands að frumkvæði Hannesar Hólmsteins í byrjun níunda áratugar
síðustu aldar, vildi takamarka ríkisvaldið, nema að einu leyti:
Ríkið átti með lagaumgjörð að skapa fjármagninu frelsi ...
Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, nægir
ekki þessi nálgun nýfrjálshyggjunnar. Hann vill sérstaklega beina
sjónum að frelsi til að reka fjárhættuspil og hagnast á áfengissölu
...
Lesa meira
Bylgjumenn, þeir Heimir og Gulli, lögðu í Bítinu í morgun upp í
maraþon vegferð. Þeir ætla að spyrja hverjir ráði í "kerfinu",
stjórnmálamennirnir, embættismennirnir eða kannski verktakarnir.
Þetta eru mín orð en ekki þeirra en inntakið er þetta. Það eru líka
mín orð að þetta verði maraþon umræða hjá þeim félögum. En þó hef
ég grun um að svo verði enda tilefnið ærið. Mín niðurstaða er
þessi: Engar alhæfingar takk! Við riðum á vaðið við Árni
Hjörleifsson ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
05/06.08.17.
... Ég get mér til að hinn akademíski bakgrunnur sé ekki
það sem sameinar heldur hinir íslensku vinir, væntanlega sjálfir
höfundar stjórnarskrárdraganna. Alla vega einhverjir þeirra. Varla
getur þetta talist góður vitnisburður um fræðimennsku í nafntoguðum
bandarískum háskólum. En aðvitað á ekki að alhæfa um bandaríska
lagaprófessora fremur en um stjórnmálamenn almennt eða kynferði
þeirra ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum