Fara í efni

ÞURFUM AÐ ENDURHEIMTA ALMANNARÉTTINN

Kerid -
Kerid -


Leit við í Kerinu í Grímsnesi í gær. Fljótgert fyrir mann sem ekki fer í biðröð til að borga 400 krónur heldur vippaði sér inn fyrir í boði skapara himins og jarðar.

Auk rukkunarskúrsins í Kerinu er nú búið að steypa göngustíg og smíða stiga fyrir fólk til að príla upp og niður í Kerið. Allt er þetta haganlega gert þótt fyrir minn smekk náttúran sjálf hafi gert þetta betur en Óskar Magnússon og félagar sem greinilega leita allra leiða að koma í lóg einhverju af þeim peningum sem löglaust eru hafðir af ferðamönnum í Grímsnesinu.

Mikil gæfa er það annars fyrir rukkunarmenn Íslands að hafa við stjórnvölinn ríkisstjórn sem forgangsraðar hagsmunum fjármálamanna umfram almennings á meðan þeir festa einkavæðingu á náttúruperlum landsins í sessi, sbr. alræmdan hefðarréttinn í kvótanum!

Þegar líður á öldina mun almenningur ná til sín almannaréttinum að nýju.
Það gerist hins vegar ekki af sjálfu sér.
Fyrir því þarf að berjast.