Greinar Júlí 2017

Í fréttum segir frá hræringum í Kötlu og viðvörun varðandi
Múlakvísl sem gæti tekið brúna og rofið hringveginn. Það hefur jú
áður gerst. Svo eru jarðskjálftar á sunnanverðu Reykjanesinu, þeir
eru sagðir óvenju miklir. Eins gott að þar gjósi ekki. Þá kynnu
samgöngur við Leifsstöð að raskast og kannski heldur meira en það.
Áður hefur gosið á Reykjanesi, mörg hraunin þar runnu eftir landnám
og örnefni minna á gossöguna, t.d. Hvassahraun. Ísland er nefnilega
eldfjallaland og má búast við öllu. Líka á ólíklegum stöðum. Í bók
sem ég las ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 27.07.17.
... Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð
skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í
hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda
fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast
Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að
Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á
kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu
heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen
markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en
forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á
kerfi Miltons Friedmans ...
Lesa meira

Í gær birtist athyglisverð frétt á mbl.is. Fréttin var svona:
"Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í
þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin
takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Gert verður við
veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að
fjölmargar rútur fara um veginn á degi hverjum sem eru nálægt
20 tonnum að þyngd líkt og rútan á myndinni. Í síðustu viku fór
rúta með 43 farþega þar út af eftir að vegurinn gaf sig
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
22/23.07.17.
... Sums staðar orkar mannvirkjagerðin tvímælis.
Rukkunarskúrinn við Kerið í Grímsnesi og nýleg stigagerð
þar fyrir fólk að príla upp og niður, dregur að mínu mati heldur úr
ánægjunni að horfa ofan í þennan gamla eldgíg. En "eigendum" er
vorkunn ... Ef gengið er mjög langt í
mannvirkjagerðinni er hætt við því að við fáum ekki notið hins
ósnortna, nálægðarinnar við móður jörð. Burt frá henni værum við
komin óralangt á upphækkuðum og sálarlausum
Kjalarvegi svo nýlegt dæmi úr þjóðfélagsumræðunni sé
tekið. Þeir sem hafa ...
Lesa meira

... Buchanan var svo einn þeirra sem Jóns Þorlákssonar stofnunin
fékk hingað til lands í þágu málstaðarins. Á meðal annarra sem
komu, til að vitna hinu heilaga pólitíska orði, má nefna þá félaga
í andanum, Milton Friedman og Friedrich Hayek. Miðað við Buchanan
voru þeir síðarnefndu sagðir nokkuð útvatnaðir, svo stækur var
hann. Tilefni þess að þetta kemur nú upp í hugann er að
í gær birtist í vefmiðli breska blaðsins Guardian, fróðleg grein
... um Buchanan... Hér á landi heita fánaberarnir Bjarni, Þorgerður
og Óttarr, svo fáeinir séu nefndir ... Þetta fólk er nú að
eyðileggja heilbrigðiskerfið í umboði kjósenda sinna. Það
hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir kjósendur Bjartrar framtíðar,
Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks ...
Lesa meira

...Thatcher vildi tryggja kapítalismanum pólitískan bakhjarl í
almenningi með því að gera sem flesta að kapítaistum þannig að þeir
ættu persónulegra hagsmuna að gæta í velgengni þessa kerfis. Magnús
Harðarson, talsmaður Nasdaq Iceland, orðar þessa hugsun Thatchers í
miðvikudags Mogga þannig: "Þátttaka almennings á
hlutabréfamarkaði er mjög mikilvæg til að stuðla að góðri sambúð
atvinnulífs og almennings. Aukin þátttaka er eitt af þeim
umbótaverkefnum sem blasa við okkur..." Síðan koma vangaveltur
um hvernig hægt væri að láta ríkið niðurgreiða hlutabréfabrask ...
Deja vu er raunveruleg tilfinning þessa dagana
...
Lesa meira

Leit við í Kerinu í Grímsnesi í gær. Fljótgert fyrir mann sem
ekki fer í biðröð til að borga 400 krónur heldur vippaði sér inn
fyrir í boði skapara himins og jarðar. Auk rukkunarskúrsins í
Kerinu er nú búið að steypa göngustíg og smíða stiga fyrir fólk til
að príla upp og niður í Kerið. Allt er þetta haganlega gert þótt
fyrir minn smekk náttúran sjálf hafi gert þetta betur en Óskar
Magnússon og félagar sem greinilega leita allra leiða að koma í lóg
einhverju af þeim peningum sem löglaust eru hafðir af ferðamönnum
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
08/09.06.17.
...Og nú hefur auðmaður fest kaup á íslenskri hótelkeðju. Ætli
að aftur sé ekki húrrað? Þetta er náttúrlega erlend fjárfesting! Og
millinn verður "'Íslandsvinur". Og kannski verða hótelin hans ennþá
stærri og ferðamennirnir margfalt á við það sem nú er. En er það
endilega gott? Það finnst þeim hjá Wow air og Icelandair.
Þeir vilja gera Ísland að Dubai norðursins. Hér verði
tengiflugvöllur norðurhvelsins ... Fréttir berast
af því að tugþúsundir aðkomumanna streymi til landsins í
atvinnuskyni og þar með til að fullnægja draumum allra
fjárfestanna, erlendra og innlendra, um uppbyggingu og
aftur uppbyggingu. Bara einhvers konar
uppbyggingu. Hafa menn hugleitt að af þessum
þúsundum aðkomumanna þarf hver og einn íbúð? Og það þýðir
húsnæðisvandi ...
Lesa meira
Í dag klukkan 13 fer fram kveðj
uathöfn í Neskirkju í Reykjavík um
Sigríði Kristinsdóttur, sjúkraliða, sem lengi stóð í forystusveit
launafólks. Við Sigríður vorum nánir samstarfsmenn og
vinir um áratugaskeið og minnist ég hennar í minningargrein í
Morgunblaðinu í dag: Einn mesti eldhugi íslenskrar
félagsmálabaráttu er fallinn frá.
Spor Sigríðar Kristinsdóttur liggja víða, í kvennabaráttunni, í
hreyfingu herstöðvaandstæðinga og friðarsinna að ógleymdri
kjarabaráttunni. Allar götur frá því ég man eftir mér starfandi á
vettvangi BSRB var ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum