Greinar Júní 2017
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
24/25.06.17.
... Við höfum skilning á því að nýaðkominn einstaklingur geti
ekki talað málið frá fyrstu stundu. En hann getur fljótlega lært að
segja gjörið svo vel og takk. Í Bónus er búið að kenna öllum að
segja "poka?" með spurnartón, þegar viðskiptavinurinn gerir upp
innkaupin. Á vönduðum veitingastað í fögru umhverfi við þjóðveginn
komst ég að raun um að enginn á staðnum talaði íslensku. Það var
afsakanlegt. Verra var að enginn sýndi minnstu tilburði til þess
eða löngun. Niðurstaðan er þessi: þrjú hundruð þúsund manna
þjóð ver ekki tungu sína áreynslulaust hversu litrík, skemmtileg,
ylhýr og ástkær sem hún kann að vera. Þetta skildu ...
Lesa meira

... Öðru hvoru stakk mávur sér niður í matarkrásina. Rétt fyrir
framan okkur varð uppi fótur og fit í gæsafjölskyldu þegar ein slík
árás var gerð. Gæsaungi var hrifinn á loft og flogið með hann gegn
örvæntingarfullum mótmælum mömmu og pabba. Þegar heim var komið
horfðum við upp í hreiður í trjágrein í garðinum úti fyrir húsinu.
Þar lá svartþrastarmamma á eggjum og pabbinn söng í næsta tré henni
og heimili sínu til dýrðar. Rétt yfir trénu sveimaði gráðugur
mávur. Og nú spyr ég forsvarsmenn
Reykjavíkurborgar...
Lesa meira

... Hljómskálagarðurinn skartaði sínu fegursta og þaðan
blasti við fjallahringurinn á Reykjanesi yfir opið og fallegt
flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni, sem einu sinni var búið að teikna
inn á ógnvekjandi blokkahverfi. Í Ráðhúsinu heyrist mér sá draumur
lifa enn. En meiningin var að vera í hátíðarskapi og óska öllum -
líka þeim sem þrá blokkarhverfi í Vatnsmýrinni, gleðilegrar
þjóðhátíðar. Ef undan er skilið gamalkunnugt daður sjálfstæðismanna
við NATÓ, og þar með forsætisráðherrans í dag, þá mæltist Bjarna
Benediktssyni vel á Austurvelli í morgun. Áhersla hans á verndun
íslenskrar tungu þótti mér góð. Þjóðhátíðardagurinn sameinar okkur
og er tilefni til að ...
Lesa meira
Þeir Bylgjumenn, Heimir og Gulli, kölluðu okkur Brynjar
Níelsson, alþingismann, í morgunþátt sinn, til að ræða hve langt
eigi að ganga í að vígbúa íslensku lögregluna. Ég er vopnavæðingu
algerlega andvígur, tel hana meira að segja varasama til skamms
tíma litið, auk þess sem hún býr okkur umgjörð til langs tíma, sem
við eigum að forðast í lengstu lög. Á Brynjari var að heyra að
...
Lesa meira

... Þjóðaröryggisráð fundaði "á öruggum stað á
Keflavíkurflugvelli." Ég hélt fyrst þegar ég sá um þetta
fjallað - sjálfur hef ég verið erlendis undanfarna daga - að
þetta væri grín. En nú sé ég að þetta er ekki grín. Og nú spyr ég,
er verið að "normalísera" vopnvædda löggæslu Íslandi? ... Það
má ekki stilla okkur upp við vegg frammi fyrir gerðum hlut. Það
gerist ef lögreglan fer sínu fram með vopnin og ráðamenn segja
síðan það eitt, að þeir vilji ekki reyna að hafa áhrif á mat
lögreglu á aðstæðum. Frekari skýringar fáum við ekki. Með þögninni
og síðan tilvísan í aðila sem neita að tjá sig, komast yfirvöldin
hjá nauðsynlegri og aðkallandi umræðu. Enn færri tala um
hryðjuverkin sem NATÓ herveldin, Rússland og fleiri ofbeldisríki,
bera ábyrgð á víðsvegar um heiminn og framkalla hræðslu, vonleysi
og árásargirni - að ógleymdu flóttafólkinu ...
Lesa meira

... Í friðsömu þjóðfélagi er engu líkara en yfirvöldin séu að
minna á að hér geti hent það sama og hent hefur víða um heim,
einkum í þeim ríkjum sem hafa haft sig mest í frammi á
ofbeldisfullan hátt fjarri sinni heimaslóð. Við eigum að fara
varlega í að stimpla okkur inn í stríðsátök. Með vopnasýningunni á
fjölskylduhátíð í Reykjavík nú um helgina var stigið skref sem
verður að stíga til baka ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
10/11.06.17.
... Það var málið, allir voru að græða. Og því fleiri
skyrtubolir og úlpur sem keyptar voru á kostakjörum því meiri var
gróðinn. Hann var stimplaður inn við búðarborðið, beggja vegna
borðsins. Síðan kom næsti kafli: Að nota og njóta. Það gat reyndar
brugðið til beggja vona. Starfsmenn hjálparstofnana hafa sagt að
augljóst samhengi hafi verið á milli mestu innkaupahrinanna og
innstreymis til þeirra á fatnaði - ónotuðum. Hvort þrjátíu pakkar
af snúruklemmum úr Costco verði notaðir eða tíu kíló af Tobleróne
sporðrennt á náttúrlega eftir að koma í ljós. Eitt getur kaupandinn
þó vitað ...
Lesa meira

Hátt í hundrað manns sóttu fund um málefni Kúrda í Iðnó í gær
þar sem þær Ebru Günay og Havin
Guneser fjölluðu um frelsisbaráttu, hlutskipti og framtíð
Kúrda og hugmyndafræði Öcalans, Kúrdaleiðtoga, sem setið hefur í
fangelsi síðan 1999. Fundinn sóttu hátt í hundrað manns og þótti
takast vel. Ebru sem er í lögfræðingateymi Öcalans og sat í
fangelsi í fimm ár fyrir vikið, fjallaði um hlutskipti Öcalans í
einangrunarfangelsinu á Imrali eyju og meðferð á pólitískum
föngum í Tyrklandi. Havin tók síðan við og rakti ...
Lesa meira

Síðastliðinn miðvikudag sótti ég áhugaverða ráðstefnu í Berlín
um mannréttindi og lýðræði á vegum Institute of
Cultural Diplomacy, ICD. Ég nefndi erindi
mitt "Human Rights and Democracy in Times of
Global Insecurity" og birti ég það hér að neðan:
Since this event is organized in seminar form, my talk will be
such. I want to make ten points to throw into the discussion
...
Lesa meira

Fór út í búð í morgun, en kom að lokuðum dyrum. Óvenjulegt í
þjóðfélagi sem vill gera manni kleift að kaupa fiskibolludós
klukkan fjögur að morgni - helst alla morgna. Og baráttumálið sem
þykir brýnast er að fólk geti skemmt sér á Föstudaginn langa og
hvers vegna ekki hafa opið á Aðfangadagskvöld? Auðvitað hlýtur að
þurfa að þurfa að opna líka á Hvítasunnudag! Verkefnin bíða. Valið
er um tvær leiðir ... En svo
kemur eftirmálinn. Hann gæti heitið, "kemur vel á vondan"
...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum