Fara í efni

ÞJÓNAR FJÁRMAGNSINS

Þjónar fjármagnsins
Þjónar fjármagnsins

Fregnir berast af því að meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vilji taka Leifsstöð úr ríkiseign og selja hana í hendur fjárfesta til að maka krókinn á. Leifsstöð er gullgerðarvél fyrir hvern þann sem fer með eignarhaldið.

Nú berast og fréttir af því breyta eigi áfengisfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi  því sýnt sé að óbreytt komist það ekki í gegnum þingið. Eftir sem áður er þráast við því til stendur enn að leggja niður ÁTVR og selja áfengisdreifinguna og hagnaðinn í hendiur fjárfesta. Þeir eigi að dreifa áfenginu í sérverslunum og að sjálfsögðu einnig að hesthúsa hagnaðinn!

En bíðum við. ÁTVR er sérverslun! Hún er í eigu skattgreiðenda og þeir fá hagnaðinn.
Sérverslanir þeirra sem þjóna fjármagninu á Alþingi eru hins vegar í eigu fjármagnshafa og þeirra verður hagnaðurinn.

Er hægt að leggjast lægra? Láta kjósa sig til að standa vörð um almannahag en gerast síðan þjónar fjármagnsins.