Greinar Apríl 2017
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
29/30.04.17.
... Ég veit að það færi fyrir brjóstið á einhverjum ef áfram
yrði haldið að tíunda ágæti okkar lands; að slíkt væri þjóðremba af
verstu sort. Ég myndi þvert á móti stilla slíku upp sem
andstæðu hroka og rembings og kalla þetta þakklæti fyrir það sem
okkur er falið. En gagnvart hinum hneykslunargjörnu og öllum þeim
sem vilja búa í stöðluðum heimi helst frávikalausum - þar sem allt
hefur verið fært alla leið niður að lægsta samnefnara - ætla ég að
ganga enn lengra í meintri þjóðrembu og afturhaldssemi og ræða
fámennið ...
Lesa meira

Sveinn Elías Hansson skrifar athygllisverða grein á heimasíðu
mína um það sem hann kallar nútímavistarband. Fyrirtæki sjái
verkafólki fyrir húsnnæði en þar fylgi böggull skammrifi. Hann
þekki dæmi þess að atvinnurekandinn skuldajafni húsaleigunni og
launagreiðslum og sleppi þennig við að greiða í lífeyrissjóð.
Þannig verði launamaðurrinn af réttindum sem honum beri lögum
smkvæmt. Í grein Sveins Elíasar segir m.a. ...
Lesa meira

.. Gestgjafar okkar voru sannkallaður höfðingjar og hugulsamir í
ofanálag þannig að við vorum sem blóm í eggi hverja einustu stund.
Kosturinn við að búa inni á heimili er að þá kemst maður nær ýmsum
siðum og venjum sem maður ella færi á mis við. Þar fer að
sjálfsögðu allt eftir dyntum hvers og eins. Gestgjafar okkar fóru
um helgar á markað - og var laugardagur fyrir páska þar engin
undantekning - á Castle Terrace og í Grassmarket að
sækja "brauðið sitt" og "skonsurnar, marmelaðið og sultuna sína".
Allt bragðst þetta að sjálfsögðu betur þegar öllum seremóníum er
fylgt.
Að einu leyti skildi hins vegar með okkur og eftirsókninni í það
sem fólki fannst vera eftirsóknarverðast. Þannig ...
Lesa meira

Addameer
mun þýða samviska á arabísku. Þetta er jafnframt heitið á samtökum sem beita sér til varnar mannréttindum í Palestínu, einkum mannréttindum fanga. Þessi samtök hafa sent frá sér ákall til heimsbyggðarinnar um að taka undir eftirfarandi kröfur um að mannréttindi verði virt í Palestínu:... Undir allt þetta tek ég og hvet aðra til að gera einnig og ennfremur að við gerum þennan dag að tilefni umræðu um Palestínu, þá freslsibaráttu sem þar er háð og þau mannréttindabrot sem þar eru framin af hernámsliði Íslarels. Ætlum við að þegja um misréttið sem á sér stað í Palestínu öllum stundum alla daga, að öllum heiminum ásjáandi? Þetta er samviskuspurning dagsins ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
15/16.04.17.
Atlantshafabandalagið, NATÓ, var stofnað árið 1949 og er einu
ári yngra en ég. Sitthvað hefur drifið á dagana síðan ... Þá
stóð austurheimurinn og vesturheimurinn andspænis hvor öðrum og
voru báðir gráir fyrir járnum. Árás á eitt aðildarríki okkar
jafngildir árás á okkur öll sagði NATÓ ... Undir aldamótin hafði
áherslunum verið breytt. Í stað árásar var nú talað um ógn. Væri
einu aðildarríki NATÓ ógnað væri öllum ógnað.... Duttlungar og
árásargirni í bland við skort á yfirvegaðri hugsun er sennilega
hættulegasti kokteillinn .... Og nú á að klára Norður-Kóreu. "Ætla
Kínverjar að vera með?" spyr Trump - á twitter ...
Lesa meira

Núverandi rekstraraðila Iðnó hefur verið sagt að taka pokann sinn
því nú bjóðist nýir og spennandi kostir. Forsvarsfólk
Reykjavíkurborgar hefur hins vegar ekki látið svo lítið að svara
okkur sem höfum verið hæstánægð með núverandi rekstraraðila til
margra ára og viljum fá að vita hvers vegna hún skal nú hrakin á
brott. Að sögn mun tilboð nýrra rekstraraðila hafa þótt svo
frábærlega gott að ekki hafi verið hægt að hafna því. Ég náði mér í
þetta tilboð, alla vega þann hluta þess sem liggur á lausu. Flottar
myndir og fyrirheit um ...
Lesa meira

... Fundurinn var haldinn á Hótel KEA og hann sótti fólk úr
landbúnaðargeiranum, heilbrigðisstarfsfólk og síðan áhugafólk um
lýðheilsu - og síðan náttúrlega bara fólk sem er áhugasamt um
umhverfi sitt. Ætli ég teljist ekki sjálfur til þess hóps.
... Við hljótum að leggja við hlustir þegar færustu
sérfræðingar okkar vara við óheftum innflutningi á ferskum matvælum
og segja að lýðheilsu stafi hætta
af.
Lesa meira

Ánægjlulegt var að heimsækja verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sl.
föstudag og laugardag.
Fyrri daginn hélt ég erindi um alþjóðlega viðskiptasamninga í
fundarsal verkalýðsfélagsins undir heitinu Togstreita fjármagns
og lýðræðis. Spunnust af erindinu góðar og gagnlegar umræður.
Á vef verkalýðsfélagsins er gerð ágæt grein fyrir þessum fundi ...
Á laugardeginum var svo fundur á FOSS hótelinu þar sem fluttu
erindi þeir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og Karl G.
Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Háskóla
Íslands. Yfirskrift fundarins var ...
Lesa meira

Í fréttatilkynningu frá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar segir um fundinn á KEA: Sunnudaginn 9. apríl
kl. 11-13 verður haldinn fundur á Hótel Kea Akureyri sem ber
yfirskriftina: "Innflutningur á ferskum matvælum - hver er
áhættan?" ... Óvíða er jafn stórt hlutfall
samfélagsins og í Eyjafirði sem lifir á landbúnaði, úrvinnslu og
þjónustu við hann. Mikilvægi þess að þær vörur sem hér eru
framleiddar njóti sannmælis vegna hreinleika, bæði hvað varðar
takmarkaða notkun lyfja og eiturefna. Á þessum fundi flytja
sérfræðingar í fremstu röð erindi um þá hættu sem það hefur í för
með sér að flytja fersk matvæli til landisins ...
Lesa meira

Föstudag og laugardag verð ég á tveimur fundum í boði
FRAMSÝNAR, stéttarfélaganna I Þingeyjarsýslum.
Fyrri fundurinn verður föstudaginn 7. apríl
klukkan 17:30 í fundarsal verkalýðsfélaganna.
Ég verð þar frummælandi og er fundarefnið
TOGSTREITA FJÁRMAGNS OG LÝÐRÆÐIS. Mun ég fjalla um
alþjóðlegu viðdskiptasamningana sem nú eru á döfinni og meðal
annars ræða hvers vegna þeir skipta okkur máli ... Síðari fundurinn
verður á FOSS hótelinu, laugardaginn 8. apríl.
Hann hefst klukkan 11 og er gert ráð fyrir tveggja tíma fundi
þar sem tveir fremstu sérfræðingar okkar í sýklafræði manna og dýra
fjalla um HÆTTUNA AF INNFLUTNINGI FERSKRA MATVÆLA
...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum