Fara í efni

GUNNARI STEFÁNSSYNI ÞAKKAÐ

Gunnar Stefáns
Gunnar Stefáns

Andrés Björnsson
, fyrrverandi útvarpsstjóri, hefði orðið hundrað ára á fimmtudaginn í vikunni sem leið. Í tilefni þess var á dagskrá Ríkisútvarpsins síðastliðinn sunnudag, þáttur sem Gunnar Stefánsson gerði um Andrés árið 1999 skömmu eftir andlát hans í árslok 1988. Að aldarafmæli Andrésar Björnssonar vék ég hér á heimasíðu minni síðastliðinn fimmtudag. 

Þennan örpistil  nú skrifa ég hins vegar í tvennum tilgangi.

Í fyrsta lagi að þakka Ríkisútvarpinu og þá sérstaklega Gunnari Stefánssyni, ekki aðeins fyrir þennan þátt hans um Andrés Björnsson, heldur fyrir framlag hans til dagskrágerðar í Ríkisútvarpinu. Um áratugaskeið hefur Gunnar haldið utan um menningarlegt og sögulegt efni, gert ótölulegan fjölda nýrra útvarpsþátta og eldra efni hefur hann einnig haldið til haga.

Í öðru lagi vil ég setja hér slóð á fyrrnefndan útvarpsþátt þar sem hægt verður að nálgast hann um nokkurra vikna skeið eða þar til hann verður tekinn úr umferð eins og tíðkast með alla þætti, nokkuð sem ég hef aldrei fengið sannfærandi skýringu á hvers vegna þurfi að gera.