Fara í efni

MORGUNFUNDUR Í BOÐI BHM OG BSRB

Alþjóðasamningar
Alþjóðasamningar


Í fyrramálið efna BHM og BSRB til opins morgunfundar um alþjóðlega viðskiptasamninga og mun ég þar gera grein fyrir þróun þessara samninga á undanförnum árum og hvað kunni að vera í húfi fyrir fyrir samfélagið og þá ekki síst launafólk. Um miðjan janúar bauð ég til opins fundar um samvarandi efni í Iðnó í Reykjavík, Alþjóðaviðskiptasamningar: Tostreita fjármagns og lýðræðis. Ég fagna áhuga BHM og BSRB á því að vilja örva umræðu um þetta mikilvæga efni og hvet þau sem ekki komust á Iðnófundinn að íhuga hvort morgunstund á Grettisgötu 89, í húsakynnum BSRB, gæti verið áhugaverður kostur. Fundurinn byrjar klukkan 8 og lýkur eigi síðar en klukkan 9. 
Sjá nánar: http://www.bsrb.is/um-bsrb/a-dofinni/vidburdur/2017/02/23/Morgunverdarfundur-um-althjodavidskiptasamninga/