Greinar Janúar 2017
Í orðsins fyllstu merkingu kvaddi Kristinn Snæland okkur í
Seljakirkju í dag. Hann var vissulega kvaddur en einnig kvaddi hann
sjálfur í bráðgóðu ávarpi til okkar, sem fylgdum honum til grafar,
og gat það að líta á stórum sjónvarpsskjá í erfidrykkjunni að
útfararathöfninni lokinni. Þar fór Kristinn yfir nokkra ....
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 30.01.17.
... Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, var spurður í fjölmiðlum
á þá leið hvort hann myndi heimila eigendum einkasjúkrahúss að
seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Hann sagðist "ekki
vera kominn svo langt" að hann gæti svarað þessari spurning
...
Lesa meira

Um áramótin birtist við mig viðtal í Viðskiptablaðinu sem ég hef
ekki sett inn á síðuna fyrr en nú. Viðtalið er all ítarlegt og víða
komið við í innlendum og erlendum stjórnmálum. Hér er að finna slóð
á viðtalið en tekið skal fram að í prentuðu útgáfunni voru nokkrar
missagnir sem síðar voru færðar til betri vegar í vefútgáfunni, sem
hér fylgir, og kann ég ritstjórn blaðsins þakkir fyrir það ....
Lesa meira

... En hvað segir Verslunarskóli Íslands og viðskiptadeildir
háskólanna sem væntenlega hafa menntað rannsakendurna? Telja þeir
þetta vera til marks um brotalöm í þeirri menntun sem þeir veita?
Hefðu skýrslurnar sem Viðskiptaráðið hampar svo mjög og sumir
fjöliðlar einnig, þótt gjaldgengar? Eða hefði verið gefin
falleinkunn eins og Viðskiptaráððið sjálft hlýtur svo oft fyrir
...
Lesa meira

...Landlæknir hefur sagt faglegar forsendur fyrir leyfisveitingu
en tekur skýrt og afdráttarlaust fram að ákvöðrunin sé hins vegar
pólitísk og það sé ráðherra heilbrigðismála að taka hana. Seint
verður því trúað að flokkur heilbrigðisráðherra, Björt framtíð,
snúi flokksheitinu upp í andhverfu sína með því að stíga
afdrifaríkasta skref í átt til einkavæðingar heilbrigðiskerfisins
sem tekið hefur verið hér á landi ...
Lesa meira

Í morgun var mér tilkynnt að ég yrði látinn víkja úr nefnd sem
fyrrverandi ráðherra landbúnaðarmála hafði skipað mig í. Hún
átti að endurskoða nýgerða búavörusamninga með hliðsjón af framtíð
landbúnaðar á Íslandi. Í skýringum við þá skipan í tíð fyrriverandi
ríkisstjórnar, var mér sagt að ég hefði mikla reynslu og þekkingu á
þessu sviði enda komið að tengdum málum sem fyrrverandi formaður
BSRB, m.a. í nefndum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, auk þess
sem ég hefði reynslu af Alþingi og í ríkisstjórn af neytendamálum,
byggðamálum og heilbrigðisþætti matvælaframleiðslunnar. Síðan var
bætt við að ekki þætti verra ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 24.01.17.
... En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú
lesandi góður að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka
okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema
gegn gjaldi - ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka
þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það
í ...
Lesa meira

Hádegisfundurinn í Iðnó í gær var á marga lund vel heppnaður.
Viðbrögðin voru á þann veg. Hann var vel sóttur, á annað hundrað
manns og ágæt blanda af fólki, ungir og aldnir, úr ýmsum
starfsstéttum og viðhorfin mismunandi. Umræðuefnið var togstreitan
á milli fjármagns og lýðræðis eins og hún birtist í
alþjóðviðskiptasamningum - GATS; TISA; TTIP; TPP; CETA
... Augljóst er af jákvæðum undirtektum að forsendur eru fyrir
því að framhald verði á þessum fundum undir heitinu, Til
róttækrar skoðunar. Það er nánast lífsnauðsyn
að ...
Lesa meira

Almennt eru stuttir fundir betri en langir fundir. Einnig um
flókin mál. En þá verða þeir líka að vera markvissir. Þannig er
fundurinn á laugardag í Iðnó hugsaður. Farið verður yfir helstu
alþjóðaviðskiptasamningana sem nú eru á vinnsluborðum víða um
veröldina. Færð verða rök fyrir því að þeir skipti okkur
öll máli og komi okkur öllum við! Fyrst verður erindi
og síðan stutt viðbrögð úr sal. Markmiðið er að örva og
skerpa á gagnrýnni hugsun.
Sjá nánar ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
07/08.01.17.
... Það var þegar hin verðandi móðir lýsti því yfir að hún
ætlaði sér það hlutverk að stýra þinginu á komandi kjörtímabili.
Hvað um það, svo var kosið og allir biðu spenntir eftir því að sjá
"Nýja Ísland" verða til, litla nýfædda krógann sem svo miklar vonir
voru bundnar við. En viti menn, barnið var bara ósköp venjulegt og
hefðbundið barn, hrein eftirmynd foreldra sinna. Vandséð úr hvaða
ætt svipurinn var sterkastur, sitthvað sem minnti á Eimskip og
Sjóvá, fjármálafyrirtækin voru þarna líka í vangasvipnum og
fluggeirinn einnig. Svo var áberandi svipur frá SÁ og ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum