Greinar 2017

Áramótin eru alltaf tilfinningaþrungin í mínum huga. Fram
streyma minningar úr barnæsku þegar ég spurði móður mína hvort það
væri rétt að gamla árið sem væri að kveðja kæmi aldrei aftur. Nei,
það kemur aldrei aftur, sagði mamma. Þá fór ég að gráta af
óútskýrðum trega og eftirsjá. En mamma huggaði mig og sagði að
framundan væri rísandi dagur, senn færi sólin að hækka á lofti og
svo kæmi vorið og sumarið í allri sinni dýrð. Lífið framundan væri
dásamlegt. En sumt kemur til baka. Þannig minnti Andrés
Björnsson ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
23/24.12.17.
... Kjaramyndin hjá hinu opinbera á með öðrum orðum að spegla
almenna markaðinn eftir því sem kostur er. Það gerir hún náttúrlega
ekki. Á almennum markaði eru stórir hópar fjármálafólks og alls
kyns stjóra með miklu betri kjör en skjólstæðingar Kjararáðs. En
Kjararáð reynir eftir bestu getu að innleiða samsvarandi misrétti
hjá hinu opinbera og er í þjóðfélaginu almennt. Það er lögbundin
skylda þess. En er það þá þannig að kjara-elíta Íslands vilji ekki
skjólstæðinga Kjararáðs í sinn klúbb? Sennilega er það svo og
...
Lesa meira

Hjá mér byrja jólin á tónleikum Breiðfirðingakórsins. Gleðileg
jól, ljóð Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka við lag Händels var
upphafslagið og síðan komu þau koll af kolli, Ave Maria, Sigvalda
Kaldalóns var þarna að sjálfsögðu, tvö lög eftir kórstjórann Julian
Michael Hewlet. Einsöngvari var Hanna Dóra Sturludóttir sem söng
yndislega vel og náði stemningunni þangað sem hún þurfti að komast
og gott betur. Frábær söngkona! Og þegar ...
Lesa meira

Síðastliðinn þriðjudag mætti ég ásamt gömlum vini og
samstarfsfélaga af fréttasstofu Sjónvarps, Boga Ágústssyni, í
sjónvarpsumræðu hjá öðrum gömlum félaga mínum - nú af Alþingi -
Sigmundi Erni. Fór vel á með okkur eins og endranær. Þetta var
svolítið eins og stíga nokkur ár til baka þótt umræðuefnið hafi
verið samtíminn og kannski ekki síður framtíðin. Við vorum sammála
um að ...
Lesa meira

... Frá því er skemmst að segja að þessi ævisaga bláfátækrar
stúlku norðan úr Skagafirði, smáð og hrakin í æsku en metin að
verðleikum þegar líður á ævina, er gríðarlega áhrifarík frásögn.
Þegar ég slæ þessa stafi á tölvu mína er farið að morgna. Ástæðan
er sú að bókina gat ég ekki lagt frá mér fyrr en að loknum lestri
hennar. Í rauninni segir það allt sem segja þarf. Auk ævintýrisins
sem bókin greinir frá, er hún stórmerk heimild um atvinnu- og
þjóðhætti, sem frá upphafi bókarinnar til loka, samfléttast sjálfri
ævisögunni. Þá segir hún margt um stöðu kvenna. Fyrst og fremst
gefur hún þó innsýn í hrikalegt hlutskipti fátæks fólks fyrr á tíð
og þá sérstaklega þeirra barna sem vegna bjargarleysis foreldranna
var komið til vandalausra. Þar var ekki ...
Lesa meira

Fimmtudaginn 14. desember verður opinn fundur með þeim Ray
Acheson og Tim Wright frá alþjóðasamtökunum um útrýmingu
kjarnavopna (ICAN) þar sem þeir munu ræða hinn nýja
alþjóðasáttmála og færa rök fyrir því hvers vegna Ísland ætti að
styðja hann. ICAN-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2017
fyrir störf sín ... Þau sem eiga heimangengt eiga því góðan
dag í vændum, ICAN í hádeginu og síðan fundurinn um matvælaöryggið
klukkan 15 sem áður er greint frá hér á síðunni ...
Lesa meira

Á fimmtudag, 14. desember, klukkan 15
, heldur Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans upp á
100 ára afmæli sitt. Afmælisfundurinn verður haldinn í
Veröld - húsi Vigdísar en á hann er boðið
heimsþekktum erlendum fræðimanni, Lance Price,
prófessor við George Washington University í Bandaríkjunum og mun
hann halda erindi um kjöt og sýklalyfjaónæmi ... Um leið og
ég óska Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til hamingju með
afmælið tek ég ofan fyrir því fólki sem þar starfar og er
óþreytandi að halda okkur upplýstum um staðreyndir sem ýmsir
hagsmunaaðilar vilja helst þagga ...
Lesa meira

Sl. laugardag sat ég fund um málefni Kúrda í Köln í Þýskalandi.
Á þessum fundum komu saman fulltrúar HDP flokksins í Tyrklandi sem
talar máli Kúrda (en allir helstu leiðtogar hans sitja nú á bak við
lás og slá fyrir meira og minna upplognar sakir), lögfræðingar úr
teymi Öcalans, hins fangelsaða leiðtoga Kúrda og síðan fulltrúar
stuðningshópa við málstað Kúrda víðs vegar að úr heiminum. Fundinum
stýrði Havin Guneser, sem stendur framarlega í þessari sveit og
hefur þýtt höfuðrit Öcalans á enska tungu. Hún var á fundi sem ég
stóð fyrir í Iðnó í júní síðastliðnum ásamt Ebru Günay
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
9/10.12.17.
.... Synd að vera með svona tal rétt eftir að Styrmir segir
okkur allt um hinar sögulegu sættir og frið á jörðu - gott ef ekki
endalok sögunnar. En vandinn er sá að þótt gleymst hafi að setja í
stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar tilvísan í heimsátökin þá eru
þau því miður jafn raunveruleg í dag og þau voru í gær þótt vinir
og óvinir taki breytingum eftir aðstæðum. Pútin sé til dæmis í sama
flokkahópi og Sjálfstæðisflokkurinn á þingi Evrópuráðsins í
Strasbourg. Allt saman hægri menn! Og þótt einhver hiksti sé
í samningagerð á vegum heimsauðvaldsins undir merkjum TISA, TTIPS
og allra hinna skammstafananna, þá er hann tímabundinn því eftir
sem áður er ...
Lesa meira

Árið 2007 voru birtar færslur með hótunum í garð nafngreindra
kvenna um nauðganir og annað gróft ofbeldi. Færslurnar voru ógnandi
og ofbeldi í sjálfu sér. Þessar færslur urðu opinberar og vöktu
óhug og reiði. En rétt er að hugleiða hvort viðbrögðin á þessum
tíma hafi í reynd verið í samræmi við tilefnið, hvort þau hefðu
ekki þurft að verða miklu meiri. Því mikil voru þau ekki þegar
horft er til baka. En nú spyr ég, hver hefðu viðbrögðin orðið í
dag? Ég leyfi mér að efast um að ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum