Greinar Nóvember 2016
Birtist í Morgunblaðinu 29.11.16.
... Eitt áttu gestgjafar okkar sameiginlegt, nefnilega að
telja að Íslendingar standi sameinaðir að baki óskum um að fá
sæstreng lagðan til Bretlands til að flytja um íslenskt rafmagn. Ég
hafði á tilfinningunni að þegar gestgjafar okkar - og það átti við
um fulltrúa allra flokka - vildu gleðja okkur, þá sögðu þeir að
mikilvægt væri að skoða með jákvæðu hugarfari lagningu slíks
strengs. Nú fáum við fréttir af því að breskir fjárfestar biðja
ríkisstjórn sína um stuðning við slík áform. Í kjölfar Brexit þurfi
að horfa til nýrra uppspretta verðmætanna. Ég tók það að mér í
Bretlandsferðinni - og létu ferðafélagar mínir það óátalið -
að benda á ...
Lesa meira

... En stóra samhengið vekur ekki síður athygli. Það er umfang
góðabrallsins á þessu sviði. Í Fréttatímanum sl. föstudag segir að
FM hús (sem mér skilst að eigi hina hafnfirsku skóla sem eru í
einkaeigu) hyggist "selja skólabyggingar í Garðabæ og
Hafnarfirði til tryggingafélagsins VÍS fyrri 3,7 milljarða króna. Á
meðal eigna er Áslandsskóli og tveir leikskólar." Það er
nefnilega það. Þetta minnir á Blair tímann í Bretlandi ... og
Jóakim von And og félaga ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði
Morgunblaðsins 26/27.11.16.
Samkeppni er alltaf til góðs fyrir neytendur, sagði formaður
Neytendasamtakanna í sjónvarpsþætti í liðinni viku. Tilefnið var
úrskurður um að Mjólkursamsalan hefði ekki gerst brotleg við lög,
gagnstætt því sem Samkeppniseftirlitið hafði staðhæft. En samvinna?
Getur verið að hún sé góð fyrir neytendur? Ekki var á formanni
Neytendasamtakanna að skilja að svo væri. En ég leyfi mér að spyrja
hvort það kunni ekki að vera svo, að stundum sé samkeppni góð fyrir
neytendur og stundum sé samvinna góð fyrir neytendur; og stundum
blanda af ...
Lesa meira

Gott var það hjá Sjónvarpinu í sunnudagsfréttatímanum að taka
fyrir áfengisauglýsingar í Leifsstöð. ÁTVR á að sjá sóma sinn í því
að taka þær allar niður þegar í stað! Og Sjónvarpið mætti að sama
skapi sjá sóma sinn í því að taka fyrir áfengisauglýsingar í
auglýsingatímum Sjónvarpsins. Burt með tvískinnunginn í ÁTVR og í
RÚV. Dapurlegt hefur verið að fylgjast með fjölmiðlum leyfa
óprúttnum framleiðendum áfengis að fylla blöð sín og sjónvarpsskjái
auglýsingum um áfengi sem lögum samkvæmt eru ekki leyfilegar.
Komist er ...
Lesa meira

Í liðinni viku fór ég í heimsókn til þeirra Heimis og Gulla í
Bítið á Bylgjunni. Alltaf gaman að spjalla við þá og svo
var einnig að þessu sinni. Við komum víða við, heima og heiman. Við
ræddum Brexit og ég skýrði hvers vegna ég hefði kosið með Brexit,
nefnilega gegn óhugnanlegri ... Svo ræddum við pólitískar og
efnahagslegar horfur hér innanlands og þar kom að við fjölluðum um
vaxtarsprotana sem nú eru heldur betur að dafna og vaxa, ekki síst
í ferðaiðnaði. Varla er það þó Vinstri grænum að þakka sögðu þeir
félagar með glott á vör. Skyldi ekki Eyjafjallajökull hafa skipt
þar meira máli ...
Lesa meira

... Allir gera sér grein fyrir þörfinni á auknu fjármagni til
heilbrigðiskerfisins. En þegar spurt er um hvernig þessu aukna
framlagi skattgreiðenda skuli varið, byrjar pólitíkin. Hún fjallar
um farvegi fjármagnisins ... Forsvarsmenn Heilsugæslunnar komu
einnig fram í fjölmiðlum í vikunni til að tala máli
Friedman-frjálshyggjunnar um að fjármagn skuli fylgja sjúklingi.
Kváðu þeir gríðarlega framför fólgna í því að fólk geti ráfað á
milli heilsugæslustöðva með vasa fulla skattfjár ... Einn þriggja
höfunda greinar í Fréttablaðinu þessu til lofs og dýrðar er
innfluttur bisnisslæknir með reynslu - úr einkageiranum í Svíþjóð,
líkt og kolleginn í Klínikinni ehf. ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 21.11.16.
... Ég geri engar athugasemdir við þá einstaklinga sem skipaðir
hafa verið til rannsóknarstarfsins af hálfu Landspítala
háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Ég get þó ekki annað en
undrast þá ákvörðun hlutaðeigandi einstaklinga að taka verkið að
sér vitandi að aðkoma verkbeiðenda er umdeild og í ljósi þess að
opinberlega hefur komið fram að Alþingi hafði óskað eftir því að
annað verklag yrði haft á. Undirritaður gegnir ekki lengur
formensku Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Ég vil þó
leyfa mér að efast um að nefndin muni frekar aðhafast í málinu að
sinni alla vega, vegna framangreindrar framvindu málsins ...
Lesa meira

... Þingbálkurinn sem breska þingið samþykkti sl. fimmtudag
kallast lög um rannsóknarheimildir,"The Investigatory
Powers Act", og lögleiðir hann alls kyns heimildir
til handa öryggisþjónustunni til að brjótast inn í prívatlíf fólks
og fullyrðir Guardian "að lengra hafi ekki verið gengið af
hálfu nokkurs ríkis í Vestur-Evrópu, jafnvel í Bandaríkjunum."
Búist hafði verið við hörðum mótmælum og að draga þyrfti í land að
einhverju leyti í meðförum þingsins, en sú hafi ekki orðið raunin.
Edward Snowden sendi eftirfarandi frá sér af þessu
tilefni ...
Lesa meira
Án efa fór það illa í marga bandaríska kjósendur þegar
andstæðingar Donalds Trumps sögðu hann vera fordómafullan
heimskingja. Þetta getur hafa stappað stálinu í marga kjósandur sem
töldu Trump segja sitthvað þeim að skapi. Brynjar Níelsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins hér uppi á Íslandi, telur ástæðu til
að taka upp hanskann fyrir hinn meinta heimskingja sem senn
verður forseti Bandaríkjanna og stuðningsfólk hans. Látum það vera.
En Brynjar segir jafnframt það vera einkennandi um aðferðir vinstri
manna að vera fordæmandi um innræti manna og ...
Lesa meira

... Almennt virtust flestir ráðstefnugestir þekkja til íslenska
Barnahússins og hver fyrirmynd og hvatning það hefði orðið öðrum
þjóðum. Nánast allir ráðstefnugestir þekktu til þess og margir
vísuðu til frumkvæðis Íslands í erindum sínum og í almennri umærðu.
Bragi Guðbrandsson - Braggi Gúdbrandsen - forstöðumaður
Barnaverndarstofu, var rástefnugestum einnig að góðu kunnur, en
hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavettvangi, m.a. verið
formaður svokallaðrar Lanzerotenfndar, sem hefur þessi mál á sinni
könnu hjá Evrópuráðinu. Ég átti samræður við ýmsa sem hafa komið að
stofnun og starfsemi Barnahúsa að íslenskri fyrirmynd
og ...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum