HVERNIG VÆRI AÐ MÆTA EVU JOLY MÁLEFNALEGA?

Eva _ Joly 2

Mikill hugaræsingur hefur blossað upp út af yfirlýsingum Evu Joly í Kastljósi Sjónvarpsins. sjá m.a.:
http://www.hringbraut.is/frettir/ruv-skridur-fyrir-evu-joly-enn-a-ny
Það er ekki í fyrsta sinn. Þeir sem áður löstuðu hana bera nú sumir hverjir á hana lof og öfugt. Sumir standa staðfastlega við hennar hlið enda trúir hugsjónum sínum og nefni ég þar sérstaklega Jón Þórisson, nánasta samstarfsmann Evu Joly hér á landi.
En hvað hefur breyst? Ekki Eva Joly.
Eva Joly er að segja það sama og hún gerði þegar hún fyrst kom hingað til lands og ráðlagði okkur um hvernig taka bæri á hruninu. Þá svitnaði undir mörgum hvítflibbanum. Svo varaði hún við Icesave. Þá var röðin komin að öðrum að svitna.
Svona er lífið.
En hvernig væri nú að sleppa persónuárásum á Evu Joly og ræða málefnalega um það sem hún hefur fram að færa?

Ég sló inn nafni Evu Joly á heimasíðu minni. Eftirfarandi eru nokkrar slóðir sem komu upp:

http://ogmundur.is/annad/nr/7879/
http://ogmundur.is/annad/nr/6104/
http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=145&mnr=826
http://ogmundur.is/stjornmal/nr/5050/
http://ogmundur.is/annad/nr/5106/
http://ogmundur.is/stjornmal/nr/4610/
http://ogmundur.is/stjornmal/nr/4610/
http://ogmundur.is/annad/nr/7360/
http://ogmundur.is/annad/nr/7366/

Fréttabréf