Fara í efni

GEYSIR Í HÖFN, NÆST ERU ÞAÐ GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM!

Grímsstaðir á Fjöllum 2
Grímsstaðir á Fjöllum 2


Frá því er greint í fréttum að ríkið hyggist festa kaup á þeim hluta Geysissvæðisins sem ekki er í ríkiseign. Fyrir þetta eiga stjórnvöld mikið lof skilið!

Kaupverð er ekki frágengið. En svo er að skilja á fréttum að málið sé í höfn. Inn í þá höfn þarf nú að halda með fleiri náttúruperlur. Ég nefni Grímsstaði á Fjöllum! Jörðin er risastór og myndar ásamt Möðrudal og fleiri jörðum í eigu ríkisins umgjörð um örævi  Íslands. http://www.ruv.is/frett/rikid-kaupir-geysissvaedid

Fólk úr öllum starfsstéttum, öllum stjórnmálaflokkum, á öllum aldri og úr öllum byggðarlögum landsins hefur skorað á stjórnvöld að festa kaup á jörðinni.

Sýnið sama stórhug og nú hefur verið sýndur með kaupunum á Geysi. Tryggjum þjóðareign á  Grímsstöðum á Fjöllum. https://www.ogmundur.is/is/greinar/askorun